sunnudagur, maí 17, 2009

Góðan daginn

Þetta eru ótrúlegir tímar. Ég er að leikstýra stærsta verki sem ég hef fengist við hingað til og það gengur eins og í sögu.

Það er einhvernveginn svo mikil alvara í hlutunum án þess að fólk sé að taka sig alvarlega. Einhverskonar þrunginn léttleiki yfir öllu.

ég held persónulega að þetta séu áhrif frá Shakespeare sem smitist til okkar hinna sem erum að vinna að verkinu hans.

Eins og þýski rithöfundurinn Daniel Kehlmann sagði um Shakespeare.

"Það er ekki auðvelt að vera rithöfundur í heimi sem hefur framleitt mann eins og Shakespeare. en samt er það þó þannig að dvergurinn sér heiminn betur ef hann stendur á öxlum risa"

Þetta á við mig þessa dagana þegar ég er a leggja fyrstu drögin að Eilífri Óhamingu.

Ég er að reyna að horfa yfir völlinn. Skoða hvaða takmörk eru hugarfluginu sett þegar um sviðið er að ræða.

Sarah Kane sýndi svo ekki um villst að formið er verkfæri, ekki stjórntæki enda fylgdi hún í fótspor Shakespeares, en reyndi ekki að ganga þvert á hann.

Shakespeare skildi margbreytileika manneskjurnnar og miðlaði því í verkum sínum. Þau eru aldrei um eitthvað eitt, þau eru alltaf um margt. Rómeó og júlía er ekki bara um ást. Þetta er verk sem inniheldur svo stóran heim.

Þarna takast á englar og djöflar innra með okkur, mercútíó sem er eins og brennandi stjarna sem ekkert fær stöðvað frá því að brenna út. Frú Kapúlet sem neyðir dóttur sína í gegnum sama hryllinginn og hún sjálf þurfti að lifa við (Saudi Arabía) en stendur svo með manninum sínum þegar hann beytir ofbeldi til þess að ná sínu fram, Herra Kapulet sem er allra manna vitlausastur og léttastur - þangað til dóttirin stendur í veginum - þá fer hnefinn á loft.

Rómeó sem er ástfanginn af sjálfum sér fremur en nokkru öðru, Júlíu (í liði með Antígónu sem kvenkyns anarkisti en þegar þau mætast og verða ástfanginn - á algerlega fölskum forsendum - þá er það engu að síður satt. Allt leikur að andstæðum

Að vera eða ekki vera. Að leika eða ekki leika. Að elska eða ekki elska. Þetta eru ekki spurningar um annað hvort eða, hann skrifað persónur sem innbyrgja andstæðurnar og sýna þær á leiksviðinu. Og í því felst snilld Shakespeares, og mikilvægi leikhússins. Því að leikhúsið er sá staður einn þar sem samþykkt ríkir um að lygin sé veruleiki. Og þess vegna kann hin mennska lygi, það er hvernig við erum samansett úr mörgum andstæðum brotum, birst okkur á sviðinu
sem heild.

Og ef ekkert annað, þá er það það sem Shakespeare kennir okkur, að í okkur búa þessar andstæður og það eru þær sem gera mannskepnuna jafn stórkostlega og raun ber vitni.

Bestu kv.

Þorleifur

2 ummæli:

Unknown sagði...

Pæling. Afhverju ekki að lesa Shakespeare án þess að hugsa um að þetta sé Shakespeare. Ég held að allt of margir séu of uppteknir af því hver höfundurinn er. Ef textinn er svona frábær þá á að vera hægt að skoða hann án þess að tengja við eitthvað nafn.

Ef Rómeó og Júlía væri ekki eftir Shakespeare heldur óþekktan höfund frá 20. öld, væri þetta þá jafn frábært leikrit?

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

já, en líklega ekki jafn þekkt né jafn tólkað...