fimmtudagur, mars 06, 2008

Góðan daginn

Persónulega tímibilið á enda, nú sný ég mér aftur að skoðunum á hinu og þessu, besserwisserhætti og yfirlæti. Enda fer það mér betur.

Ég sat með mági mínum sem er að fara að vinna með mér leikmyndina í Schwerin í A Þýskalandi. Verkið, Gegen die Wand, er verk byggt á bíómynd en gáfnandrið sem skrifaði handritið upp úr myndinni fannst grunnur myndarinnar (ung kona í múslímsku heimi í Berlín) ekki nógu intellectual og tók það því bara út!

Og eftir stendur saga sem er ekki nokkur leið til þess að skilja - eða hafa áhuga á - nema ef væri fyrir gáfnarúnk um móralska krísu millistéttarinnar og uppgjörið milli borgarastéttar V Þýskal. og proleritat stéttar A Þýskal.

Eins og þessi texti ef til vill ber með sér finnst mér þetta eki áhugavert. Ég er pínu búinn með bendifingurs skammtinn, ég vil segja sögur, ég vil fjalla um fólk, ég vil snerta við fólki.

Og það er leiðin sem ég ætla að reyna að tækla verkið. Tek texta úr myndinni aftur inn, bæti við og laga þar sem það á við og vona að ég nái þar með að skapa sögu sem getur snert við fólki. Það þýðir auðvitað ekki að ég ætli ekki að tala um neitt eða fjalla um neitt, þvert á móti. Það þarf bara meiri kunnáttu til að koma því að inn í sögunni.

Ef eitthvað - þá er þetta það sem ég lærði af meistara Shakespeare.

Bestu kv.

Þorleifur
Reykjavík

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan

Systir þín gaf mér upp slóðina á þessa síðu.. gaman að geta fylgst aðeins með þér.

Ætla að senda þér línu við tækifæri. Frétti að þú værir á landinu en værir að fara á morgun :(

Brjálæðislega mikið að frétta.. fullt að ketcha up.

Gaman að fylgjast með hvað þér gengur vel úti - þú ert algjör snillingur í því sem þú ert að gera.. ég er rosalega stolt af þér.

Hlakka til að heyra betur frá þér

kv. Inga Birna

www.blog.central.is/ingabb