I'M BACK
Góða kvöldið
Ég hef ákveðið að snúa aftur í bloggheima.
Eins og sjá má þá er liðið fast að ár síðan ég setti síðast niður orð á internetið en undanfarna daga hefur það hvarlað að mér að nýta mér þennan miðil að nýju.
Það er aðallega þrennt sem hafði áhrif á mig þegar ég tók þessa ákvörðun.
Í fyrsta stað það að ég kom mér fyrir á facebook (og forðaði mér þar með frá því að vera sá síðasti í heiminum til að gera slíkt) og kynntist þar með undraheimum social networking.
Í annan stað að bloggið er fín leið til þess að halda sér í æfingu við að skrifa á hverjum degi.
Og í þriðja lagi að ég las yfir gamla bloggið mitt og þetta er í raun eins og dagbókin sem ég hef aldrei haldið.
En ég ætla að vera með nýtt fyrirkomulag í þetta skipti.
Ég stefni á það að vera með þrjá external linka.
1. Síðu þar sem ég ætla að koma fyrir frumsömdum skrifum eftir eftir undirritaðann
2. Síðu þar sem ég ætla að vera með umfjöllun um leikhús og leikhúsmál
3. Greinar og umfjöllun um málefni tengd efnahagsmálum, samfélagsþróunarmálum og öðru á hinum pólitíska umfjöllunarvettvangi.
Svo verð ég með aukasíðu þar sem ég verð með innslög á þýsku og ensku en ég tel það ekki með þar sem það verður að mestu endurvinnsla á efni sem ég verð með á hinum síðunum, einvörðungu hand aþeim sem ekki kunna ísl.
Hér á aðalsíðunni verður svo bara að koma í ljós hvað ég hrita niður.
Bestu kv.
Þorleifur í Berlín
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli