sunnudagur, ágúst 28, 2005

Góðan daginn

Ég undra mig á því hvernig fjölmiðlar komu að kynningu á framboði Gísla Marteins.

Það er eins og Morgunblaðið hafi ákveðið að auglýsa kaffiboðið hjá honum í Iðnó í dag því að það var heil frétt í mogganum í gær. Sem er ótrúlegt, ég man ekki til þess að MOrgunblaðið hafi verið með auglýsingu fyrir kaffiboð hjá einum eða neinum, hvað þá á fyrstu opnu, og það með mynd.

En það þurfti ekki að koma neinum á óvart að Gísli væri að fara í fyrsta sætið, það er búið að liggja fyrir lengi.

SVo þarf að velta fyrir sér afleiðingunum fyrir Reykjavik ef hann vinnur.

En það er seinna tíma mál, en eitt er öruggt, að greyjið Vilhjálmur mun eiga erfitt uppdráttar gegn manni sem morgunblaðið fer svo mjúkum höndum um, enda vilja allir sannir sjálfstæðismenn borgina aftur, jafnvel þó svo það þýði að leggjast upp í rúm með djöflinum.

Bestu kv,

Þorleifur

Engin ummæli: