sunnudagur, júlí 17, 2005

Önnur vika, önnur þögn, annar bardagi.

Ég hef mikið verið að ræða við félaga mína undanfarið þennan bardaga sem ég talaðii um síðast. Bardagann milli kapítalísks veruleika og innra sálarfriðs og hugsjóna.

Og nú sló því niður í hausinn á mér að ég hefði það allt of gott, að vera að vinna svona mikið, með svona góðar tekjur það væri mér afar skeinuhætt þar sem ég gæti auðveldlega vanist því að vera með svona tekjur og því get ég erfiðlega látið eftir mér að vinna að listsköpun og fylgt hugdettum mínum eftir.

Fólkið í kring um mig hættir ekki að benda mér á að það sem ég sé að gera sé ekki hættulegt geðheilsu minni, heldur einvörðungu skondið útfrá pólitík minni og yfirlýsingum. Ég er ekki sammála, ég trúi því að það sem ég er að gera sé afar hættulegt og vaki ég ekki gagnvart því þá muni ég falla í hina kapítalísku gryfju.

ég er á því að það sem þurfi að gerast sé að fara þurfi að leggja félagsfræðilegar grunnfoprsendur uppbyggingingar nýjar samfélagsskipunnar. Og tel ég það mitt stærsta verkefni í lífinu að skoða hvaða kerfi það gæti verið og hvernig koma megi því í framkvæmd.

En kannski hef ég ekki tíma til þess að gera það í kvöld!

En þangað til næst, bið að heilsa

Þorleifur

Engin ummæli: