sunnudagur, júlí 03, 2005

Góðan daginn

Ég bara varð að setja eitthvað niður á blað, þó ekki væri til annars en að halda mér við efnið...

Vinnan mín er þannig að mér finnst ég ekki sjá úr augunum, ekki það að það sé ekki gaman, það er það, heldur hitt að hún á einhvern lúmskan hátt sígur úr manni orkuna og það er ekkert eftir til þess að skapa.

Ég geri ráð fyrir því að auglýsingabransinn sé svolítið svoleiðis, að í því hraðsoði sem þar tíðkast og þarf að vera í gangi þá sé ekki tími til þess að skoða það sem undir yfirboðrinu kynni að leynast.

Og þar af leiðandi hefur þetta haft pólitísk áhrif á mig, ég hef ekki haft tíma til þess að halda mér heitum og róttækum. Og hvað gerist þá? Nú þá fer maður að komprímæsa og nenna ekki að kynna sér og finnast það ekki skipta máli, maður fer að vera eins og fólkið sem maður var alltaf að berjast við að vekja.

En ég hef góða afsökun, ég er að safna í sarpinn fyrir Berlínarreisuna, ég er semsagt að kapítalískast í sumar til þess að geta stundað list mína að hausti, en ég spyr mig, er þetta of dýru verði keypt? Er ég að selja frá mér áhuga, eldmóð og hugsjónir sem ég mun ekki öðlast að nýju? Með öðrum orðum, hvert verður verðið?

Annars var ég í brúðkaupi hjá Atla og Bryndísi bekkjarsystur og var þar mikið gaman og hoppoghí. Það er skrýtið að vera viðstaddur giftingu sambekkinga sinni þar sem það minnir mann á það sem maður ætti efalaust að vera löngu búin að sjálfur!

OG annað skrýtið í kjölfarið...

Það biður mig aldrei neinn að skemmta. Nú er þetta ekki biturð (þó ég væri sá eini sem ekki var með eitthvert uppistand í brúðkaupinu) heldur hitt að ég velti því alvarlega fyrir mér hvernig áru ég gefi frá mér fyrst það hvarlar ekki að neinum að biðja mig um að syngja, eða fara með ræður eða standa fyrir hópi? Gef ég frá mér svo alvarlega ímynd að fólk heldur að ég geri ekki svoleiðis... Nú eða ég er bara svona leiðinlegur!

Annars hef ég harla fátt að segja, nenni vart að rífast yfir málefnum líðandi stundar, það er svo tómlegt í hinu opinbera íslenska siðferði að varla þarf mig til að stinga niður penna til að útlista það. Aðeins eitt hef ég að segja, skammastu þín Halldór!

Og hvar er Davíð? Situr hann bara með koník og hlær ofan í bringuna á sér og hugsar " þú hefðir betur leyft mér að halda jobbinu"...

Svo mörg voru þau orð...

Þorleifur

Engin ummæli: