Halló öll saman
Þá er maður loksins kominn heim á eyjuna. Og að venju er það sambland af ánægju og vonbrigðum að kom heim.
Ánægjan felst auðvitað í því að kunnuleg andlit blasa við á hverju horni, veðrið er alíslenskt, húsin lítil og krúttuleg, Esjan í blóma og svo auðvitað kaffibrennslan!
En svo fer ég í fyrsta innkaupaleiðangurinn og öll gleði er horfin fyrir bí. Og ég var ekki reiður út í Baug, heldur út í íslensku þjóðina sem lætur bjóða sér þetta. HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI!!!!!??????
Þessi þjóð sem svo lengi hefur búið á eyjunni fallegu og þó svo hún sé á persónulegu leveli sterk og áræðin þá er hún samfélagsleg gunga. Það heyrist vart múkk yfir því hvernig farið er með fólk, og á það bæði við um einstaklinga og svo ég tali nú ekki um hópa. SVo sem eins og hópinn sem kaupir í matinn, hópinn sem kaupir föt, hópinn sem vinnur meira en nokkurs staðar í Evrópu, hópinn sem skuldar meira en nokkru sinni fyrr, hópinn sem býr við verra heilbrigðiskerfi, hópinn sem býr við æ verra menntakerfi, hópinn sem býr við spillingu í stjónmálunum, hópinn sem lætur bjóða sér fákeppni og samráð hjá flestum fyrirtækjum. Þessir litlu hópar sem ekkert segja nema á tillidögum. Og maður ber þetta saman við átakið sem er í gagni í sambærilegum málum út í heimi og maður spyr sig HVAÐ ER Í GANGI!!!!?????
Og svo man maður hvað hvað þjóðin er lítil og ung. Hvernig hún hefur aldrei farið í gegnum borgaralega byltingu, hvernig hún heldur stöðugt aftur af sér hugmyndafræðilega því hún heldur að það sem hún sé að gera sé svo stórkostlegt að hún þurfi ekkert að læra. Og þegar ég man þetta þá reyni ég að slappa af og hugsa til þess að kannski sé það bara fallegt og skemmtilegt að það sé einhver þjóð sem er svona. Að sakleysið eigi sér einhversstaðar samastað!
Þorleifur
föstudagur, maí 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli