föstudagur, febrúar 04, 2005

Góða kvöldið

Þungi frumsýningarinnar er farinn að segja til sín. Dagestningin óumflýjanlega er kominn í sjónmál og falla því hér eftir öll vötn til Dýrafjarðar (eða sviptingu ríkisborgararéttar, eftir því hvernig er á málin litið).

Þetta er búin að vera átakavika í pródúktsjóninni. Ekki það að mikið hafi verið rifist heldur að nú þurfti að standa frammi fyrir stórum ákvörðunum og ekki lengur var hægt að velta möguleikunum fyrir sér heldur þurfti að hrökkva og stökkva. Áferð verksins þarf að fara að vera tilbúin til þess að hægt sé að vinna markvisst í því að undirbyggja strúktúrinn í uppsetningunni og aðlaga hann að þeirri sögn eða þróun sagnar sem á sér stað við uppsetninguna.

Og ég er nokkuð ánægður með það sem við höfum verið að gera. Ég held að fínn balance hafi náðst á milli kímni og alvöru, hugmyndafræði og leikhúss, milli sannleika og uppspuna.

Verkið er ekki aðeins pólitísk ádeila heldur er það líka ákveðin tilraun varðandi möguleika leikhússins.

REyndar veit ég ekki hvað ég er að tjá mig um þetta þar sem ferli leikstjórans við uppsetningu er afar flókinn og margt sem leitar á hugann. Það að halda stöðugt öllum atriðum uppsetiningar í höfðinu, að vinna með leikurunum bæði sem external auga og sem strúktúrískur leiðbeinandi ásamt því að flippa leikmynd, búningum, lýsingu, strúktúr verkins, samræmi, jafnvægi, uppbyggingar og samspil mismunandi elimenta leikhússins á sama tíma og passa þarf að hugurinn sé ferskur og vakandi er afar mikið starf. EKki misskylja, þetta er æðislegt og ég vildi ekkert frekar vera að gera en það er einnig mikil áreynsla.

Einnig er ég að verða sannfærður um að það sé ekki sniðugt að setja upp eigin verk, sérstaklega ekki svona snemma á ferlinum, en þegar staðan er þannig að enginn er að skrifa um þessi málefni þá verður maður bara að gera það sjálfur. Það er ekki hægt að vera að gagnrýna endalaust út í bæ um tilgangsleysi leikhússins og að því þurfi að breyta og á sama tíma vera að koma sér undan því að taka ábyrgð og reyna að breyta hlutunum!

Þannig að svona þarf þetta að vera í bili. Og auðvitað er það líka blessun. Að fylgja listaverki eftir frá fæðingu til opinberunar (betra en grafar)...

Annars er lífið yndislegt og ég hamingjusamur og kátur. Passa mig á því að hugsa söguna í samhengi (til þess að fyllast ekki vonleysi yfir stöðunni í dag) og njóta samskipta við fólkið í kringum mig. Og þá er allt í lagi.

Góða helgi.

Þorleifur
Kaffibrennslunni

Engin ummæli: