Góðann daginn
Ég sit á kaffihúsi öllum að óvöru og varð vitni að ótrúlegum samræðum, samræðum sem kannski endurspegla hvað er að gerast í samfélaginu og hversu alvarlegum hættum við stöndum frammi fyrir.
Á næsta borði sitja 3 ungmenni, rétt um tvítugt. Stúlka og tveir drengir.
Stúlkan var að tala um VR og strákarnir höfðu ekki hugmynd um hvað hún var að tala um. Hún reyndi að útskýra það en get það ekki, þau þekktu ekki orðið verkalýðsfélag!
Eftir að lagt var að skyldan að tilheyra félagsskap (sem virtist afar sakleysislegt) þá standa æ fleiri utan verkalýðsfélaga og tilheyra ekki neinum hópi. STanda ein/ir gegn fyrirtækjunum sem þau eru að vinna saman, og ljóst er að manneskja er veikari ein en í hópi, sérstaklega gegn stórum einingum.
Með þessa vanþekkingu á verkalýðsbaráttu að vopni þá horfir ekki vel fyrir þeirri kynslóð sem nú vex úr grasi, einstaklingskynslóðinni. Ekki tilheyra, vertu einstaklingur það er mottóið í dag. Og er það fullkomið fyrir fyrirtækin, því að þá er hægt að halda einstaklingnum einöngruðum.
Þetta er þróun sem við sjáum í Bandaríkjunum og þar hafa raunlaun hinna vinnandi stétta (allur almenningur að undanskilnum efstu 10%) fallið um yfir 20% á síðustu 25 árum. Það er ef maður hefur áhuga á sögunni...
En sagan skiptir greinilega ekki lengur máli og er það vel fyrir þá sem kunna að hagnast á því, og er það ekki það sem skiptir öllu máli??
Bestu kv.
Þorleifur
Prikin
sunnudagur, janúar 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli