Góðan daginn
Minns er alltaf að leikstýra og gefst því lítill tími til að vera að netast eitthvað. Þegar maður hefur verið við vinnu í 12 - 16 tíma þá verður yndisleg konan að fá það sem eftir er, þó lítið sé.
Annars er gaman í stúdentaleikhúsinu. Við erum á fleygiferð og sé ég ekki betur en að sýningin verði bara asskoti fín...
Einnig er ég að vinna með einleikinn fyrir Arnar Jónsson og er sú vinna á hugmyndaskeiðinu sem einnig er afar skemmtileg, þó svo að raunveruleikavinnan hafi hana alltaf undir.
Hlakka til komandi vikna og óska ykkur öllum alls hins besta.
Kv.
Þorleifur
þriðjudagur, september 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli