Góðan daginn
Ég segi það og skrifa ég ætla að byrja aftur á skáldsögunni minni. Hún var komin á full sving hérna í vor einhvertímann en að ráðleggingu vinkonu minnar lagið ég hana á hilluna þegar hvað mest var að gera í leiklitarskólanum. Ég bjóst við því (og sagði það þeim sem næst mér standa) að það yrði álagatími og svo mundi róast en sá tími virðist aldrei koma. Það hefur bara aukist ef eitthvað er. En svo í dag, allt í einu, opnaðist tími. Ég hafði bara tíma til að sitja heima hjá mér, lesa og skrifa og hafa það kósí! Og það á degi sem ég hélt að allt yrði geðveikt að gera á.
Sumsé, þetta er upphitun. og sem slík þarf hún ekki að vera gæðum þrungin, það þarf bara að vera rythmi. Skáldsögur, og reyndar sögur almennt, sem verða fyrir því óláni að lenda ofan í skúffu virðast búa yfir þeim eiginleika að grafast, algerlega að sjálfstáðum, neðar og neðar þar til grafa þarf djúft til að finna þær að nýju. Og satt best að segja er ég dauðskelkaður hvað finnst þegar eg loks gref hana úr moldinni. Er þetta það sem ég vona að það sé eða bara eitthvert rusl sem best væri að sæi aldrei dagsins ljós og ætti kviksetninguna skilda.
éG lofa að greina frá niðurstöðunum hér þegar fram líða stundir.
Annars var ég að klára handritið að 1984 í samvinnu með minni öðlings vinkonu Dúnju. Og ég er ekki frá því að saman hafi okkur tekist að grafa fram úr vitundinni eitthvað bara svoldið skemmtilegt, ef ekki bara hreint út sagt fagurt. En það kemur í ljós á fyrsta samlestri í kvöld. Allaveganna kemur í ljós hvort um er að ræða eitthvað sem hægt er að nota eða klósettpappír. Ef fyrri kosturin verður ofaná þá er gaman í Þorleifslandi annars bíða mín langar stundir í hyldýpinu...
Og svo bið ég að heilsa heitur og fínn.
Bestu kveðjur
Þorleifur Örn Arnarsson
zorleif@hotmail.com
þriðjudagur, september 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli