laugardagur, september 20, 2003

Góða kvöldið

Hið eilífa skúmaskotna sálartetur. Það er í raun alveg ótrúlegt hvað sálin er víðfem. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, það er ekki nokkur leið að sálin verði til við getnað. Að eitthvað geti þroskast og dafnað á svo stuttum tíma, getað náð þeim víðfema skala og mynda svo sérstaka og margbrotna persónuleika allt vegna hundraðasta hluta úr prósenti á geni er bara ekki nokkur leið. En hvaðan kemur það þá? Hvað er það sem gerir manneskju að manneskju?

Þetta er vangavelt næstu daga, vikna, mánaða og (vonandi) ára.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: