laugardagur, september 13, 2003

Góða kvöldið

Ég er eiginlega orðlaus þessa dagana. Lífið er búið að vera duglegt að slengja hlutum framan í mig þessa dagana.

Ég hóf æfingar með Stúdentaleikhúsinu síðastliðinn Sunnudag. Til að byrja með mættu 30 - 35 manns en mér tókst með hæfilegum skammti af hræðsluáróðri, fasisma og stífum æfingum að fækka þeim niður í svona um 20. Það lítur út fyrir að vera góð tala til að gera 1984. Upphaflega var ég að velta fyrir mér að vinna með 30 manns á sviðinu en mér sýnist að svona 20 sé rétta talan. Þetta verður síður en svo auðveld sýning en ég held að þetta verði bara gaman og ekki síður áhugavert enda er ekki stefnt lágt.

SVo er hin árlega AA ráðstefna í gangi og ég lent auðvitað í miðjunni á því þó svo ég hafi að mestu dregið mig í hlé í sambandi við hana eftir að ég reyndi hallarbyltingu gegn manninum sem tók við af mér sem framkvæmdarstjóri. Hann er afargóður vinur minn og ég fékk á tilfinninguna að ég gæti gert þetta betur en hann ( og reyndar betur en allir í heiminum og þó víðar væri leitað) en sem betur fer var tekið í taumana og ég sá að mér eftir mikið rót og gnístan tanna og reyni nú að þjóna þessu gullfallega fyrirbæri sem þessi ráðstefan er!

SVo var ég sendur út af örkinni með tvo af fyrirlesurunum til að skoða hinn margfræga og ófrumlega gullna hring. Ekki það mér finnst gaman að skoða Þingvelli og þetta en ég hef bara gert það að verða 500 sinnum og það verður svoldið rútínulegt þegar á líður. En í þetta skipti var ansi gaman, sérstaklega þar sem okkur var boðið upp á allar mögulegar gerðir veðra, sólregn, hliðarregn, ofanregn, undanregn, úða, þoku, glampandi sólskin, úrhelli, vindasemi, logn, stormgusti. Eina sem vantaði var haglél og reyndar fannst mér þegar það var ekki í boði að ég væri að bregðst þeim. SVo fékk ég að setja Alþingi á Þingvöllum, eða allavega leika það sem fram fór þegar ákveðið var að taka upp kristnina (eitthvað sem við höfum fengið að sjá eftir síðan ). SVo er eitthvað við það að standa þar sem páfinn fékk að tala yfir almúganum en vera ekki að morkan úr alzheimer, sem í mínum veika huga hljómar einhvernveginn svona: See me, Im close to the dude, and still can control my limbs!

En þetta er bara ég!

SVo var ferðin elskuleg og ánægjuleg eftir það. Það var búið að vara þau við því að ræða pólitík við mig en gátu svo ekki staðist freistinguna og við enduðum á því að hata Bush í unison fram eftir degi. Það er sumsé von eftir allt saman, jafnvel í Ameríku.

Ætla að láta mig hverfa í bili, enda konan mín yndilega farin á undan í rúmmið.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: