Góða kvöldið
Mig langar að biðjast afsökunnar á því hversu langt hefur liðið síðan ég settist fyrir framan tölvuna og sendi skilaboð út á öldur ljósvakans. Reyndar hef ég nóg til að bera fyrir í mig í þessu sambandi en þegar uppi er staðið er ég kominn aftur og ætla að láta þetta verða síðustu pásuna í nokkurn tíma. Sem stendur er ég staddur í Berlín. Ég ákvað að eftir allt það sem hefur gengið á undanfarnar vikur þá ætti ég það inni að komast aðeins í burtu og sjá heiminn. Þessi tímasetning hentaði líka vel þar sem við vorum komin á það stig í leihúpnum að nú yrðu bara allir að læra textann sinn svo við kæmumst út á gólf. Það eru sumsé allir að gera núna nema ég sem stakk af til Berlínar að fá nýjar hugmyndir.
Ég varaði samstarfsmenn mína að ég myndi gjörbreyta öllu í sambandi við verkefnið þegar ég kæmi til baka og það virðist ætla að ganga eftir. Ég hef verið algerlega óstöðvandi hérna úti og var í símanum mestallan daginn að breyta leikmyndinni, hanna lýsingarpælingar, ákveða kóreógrafíu og svo framvegis. AF hverju gersist þetta hérna úti? AF því að hérna er svo mikið að leikhúsi sem er að gera eitthvað nýtt og frumlegt. ER í mikilli tilraunastarfsemi og þorir að brjóta tabúin hægri vinstri. Auk þess er svo gefandi að komast úr sín vanabundna umhverfi og finna innspýtinguna af því að snerta á framandi kúltúr.
Smá yfirlit yfir það sem ég hef séð hérna úti:
1. Sex eftir Pollach. Þessi sýning var mjög merkileg þó ég væri svoldið uggandi yfir aðferðinni sem han beytir. Hann sker sýninguna niður í sjálfstæð atrirðið en tengir á milli með tónlistaratriðum sem virðast við fyrstu sýn ekki tengjast verkinu mikið, eru svona frekar eins og tónlistarspunar, en þegar líður á sér maður að hann er að vinna með að skapa heim sem stendur alveg sjálfur og gengur upp innan síns eigin veruleika. Umfjöllunarefnið er markaðurinn. ER allt til sölu og fellur allt undir sömu skilgreiningar? Verkið er í samtalsformi milli þriggja kvenna sem allar hafa það að atvinnu að selja líkama sína karlmönnum til kynferðislegra afnota. Þær eru að ræða það á nótum markaðarins. Skildu þær til dæmis hafa tilfinningar innifaldar í verðinu eða ættu þær að kosta extra. Leikurinn var mjög ferskur og var mikið um uppbrot. Þær fóru allt í einu að öskar og voru allar með svona eins og hreyfingarmunstur sem fylgdi því þegar þær hækkuðu röddina. Skrítið en eins og áður segir, gekk upp innan síns eingin heims og veruleika/óraunveruleika.
2. Nora eftir Ibsen (Brúðuheimilið) í leikstjórn eins þekktasta leikstjóra Þjóðverja, Thomas Oustermeier (örugglega rangt skrifað). Þetta var vægast sagt skelfileg sýning. Ég viðurkenni reyndar fúslega að ég fór með háar væntingar en ekkert hefði getað undirbúið mig undir vonbrigðin sem ég varð fyrir. Fyrir utan það hversu illa það var leikið, hversu uppgerðarlegar tengingarsenurnar voru og ofnotkun á áhrifatónlist var mikil þá var ég guðslifandi fegin (fyrir mína hönd sem og Thomasar) að ég er ekki kona. Aðra eins kvenfyrirlitningu og ranghugmyndasúpu hef ég sjaldan séð. Nora, þessi magnaði kvenmaður, var eins og annars klassa hóra í verkinu. Leyfandi öllum köllunum að káfa á sér milli þess sem hún dansaði ögrandi dansa og vafraði um sviðið með byssu sem hún á endanum notaði til þess að skjóta Thorvald með í endanum eftir nokkrar misheppnaðar sjálfsmorðstilraunir. ÉG er ekki á móti því að vinna á nýjan hátt með gömul verk (hvernig væri það hægt) en sértu á móti inntaki verksins (eins og Thomas í þessu verki) eða skiljirðu það ekki (eins og Thomas í þessu tilfelli) veldu þér þá bara annað verk að vinna með (já eða finndu þér bara aðra vinnu). Ég myndi skrifa meira ef uppsetningin væri þess virði!
3. Þrjár systur eftir Chekov í leikstjórn Tahlheimer. ÉG sá uppsetningu eftir þennan leikstjóra í fyrra í Þjóðleikhúsinu hér í fyrra og var yfir mig hrifinn. Ég hefði þá sjaldan orðið fyrir jafn miklum áhrifum og þá nema kannski núna. Hann var ennþá að vinna með sama stíl. Hvít sviðsmynd sem teygir sig alla leið undir rjáfur (ef þú ert að lesa þetta Ragnheiður Skólastýra þá tek ég hér með orð mín um að ekki sé hægt að setja upp sýningar í hvítu umhverfi) og samanstendur af stórum flekum. Síðast var þetta eins og "catwalk" en nú eins og hálfgert völundarhús. Leikararnir fá frelsi til að túlka tilfinningar í botn án þess að áhorfendur séu mataðir að nokkru leyti. SEm dæmi má nefna að stundum er eins og leikarinn leiki tilfinningun út í stuttum dansi (tilfinningardansi) áður en hann fer að fara með textan sem honum er ætlaður í senunni. Afar erfitt er að koma þessu í orð. En hinu er hinsvegar hægt að greina frá að þessi leikstjóri er ekki hræddur við að leyfa okkur áhorfendunum að hvíla í tilfinningum. Hann hefur ekki fallið í gryfju þá að treysta okkur ekki til þess að finna og upplifa með persónunum, leyfa okkur ekki að ganga með sér heldur horfa aðeins ábyrgðarlaust á. Hann kann að fara með drama og hrífur okku rmeð í ferðalag um mennskar tilfinningar, aldrei of hratt heldur leyfir okkur að hvíla með og njóta, eins og í draumi. Síðasti fjórðungur verksins var í þögn. Búið var að setja upp allar fléttur og vandamál. Allir skynja á einhverju leveli hvernig þetta verður að fara og í stað þess að tala það sýndi hann (og leikararnir) okkur það með þögn og hreyfingum. Fólk kom inn og settist, leit til hliðar og fór svo aftur út. Augntillitið eða handarhreyfingin sagði allt sem þurfti, við skiljum nefnilega svo margt með öðrum skynfærum en eyrunum. Sjón er sögu ríkari og allir upp í flugvél!
Annars er ég búin að kynnast fullt af nýju fólki og fór einnig í heimsókn í Ernst Busch leikstjórnarskólann þar sem ég hef hugsað mér að læra þegar ég hef tekið mér vel verðskuldað frí frá skólum og svo videre.
Lífið er yndislegt og það er frábært að vera á svæðinu.
Bestu kv.
Þorleifur
zorleif@hotmail.com
föstudagur, júní 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli