þriðjudagur, maí 27, 2003

Góðan daginn

Ég var rétt í þessu að koma úr útför og erfidrykkju systur minnar. Athöfnin var ofsalega falleg. 1300 hundruð manns komu og velflestir þeirra komu einnig í erfidrykkjuna í Borgarleikúsinu.

Athöfnin var látlaus en falleg, Garðar Cortes og Edda Heiðrún sungu ofsalega fallega, presturinn var hugljúf og hjartnæm en varð aldrei væmin, kórinn er með því betra sem ég hef heyrt. Scoale Cantorum held ég að hann hafi heitið og var hreinlega sem englaraddir fylltu þetta stóra hús sem Hallgrímskirkja er. Á leið til kirkjugarðsins sagði maður mér að þótt það hljómaði e.t.v. furðulega þá sé það af jarðarförinni sem maður getur dæmt lífið. Og í raun væri hverjum manni hollt að sjá eigin jarðarför áður en hann leggi af stað útí lífið því þá gæti hann haga því þannig að vel mannað væri við endalokin. Ef eitthvað er að marka þessa speki þá var líf systur minnar fullt og ástríkt og engar eru þar eftirsjárnar.

Farðu í friði

Þorleifur

Engin ummæli: