Góðan daginn
Hér í Berlín er gaman að vera þessa dagana. Hér eru Þjóðverjar að fagna því að komast í leik gegn Spánverjum. Þeir virðast ekki ætla að taka það nærri sér að þeir muni tapa þessum leik, hér er bjór til sölu út um allt - lausn við vonbrigðum segir á söluskiltunum.
Ég er svo að ganga frá mínum málum hér, koma öllu í röð og reglu áður en ég kem heim til þess að vinna í sumar.
Reyndar verð ég með annan fótinn hér - sumsé - flökugeitin er ekki aveg farin í frí, en samt, ég hef ekki verið heima lengur en í 10 daga svo árum skiptir. Eða þannig....
Ég var orðinn leiður á því að hitta vini mína á fundum, vera rétt búinn með upptalninguna á því hvað maður er að gera áður en maður þurfti að fara á næsta fund.
Sumsé, ég kem glaður heim í rokið og rigninguna, eða réttara sagt slydduna sem spáð er á morgun.
Þangað til, góða skemmtun...
Þorleifur
föstudagur, júní 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
jeiii við hlökkum svo til að koma.... verður gott að sjá þig elsku bró, hafðu samt engar áhyggjur maðurinn minn er búinn að plana hvað hann vill sjá og gera og það er ekki lítið!!! verðuru heima í ágúst? þá meina ég Íslandi sko ef það var ekki ljóst
Skrifa ummæli