þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Góða kvöldið

Lítið að gerast í höfuðborg öxulveldisins í kvöld.

Stutt æfing í dag, ég er um það bil að missa perspektív á þennan Hamlet. Get eiginlega ekki beðið eftir því að koma þessu af kortinu og geta farið að einbeita mér að einhverju öðru.

Að vinna 5 tíma sýningu niður í einn klukkutíma, þar sem nemar, niðurbrotnir og sálfreðnir eftir 3 ára leiklistarnám þurfa að leika upp fyrir sig og það allt án budget og á 4 vikum hefur tekið hverja einustu orkufrumu sem ég megna að grafa upp í líkama mínum. Enda er hann við það að gefa sig.

En svo verður í kjölfarið tekið gott break, það er, ég byrja að undirbúa mig fyrir næsta verkefni sem er Gegen Die Wand sem ég set upp í Schwerin í kjölfarið.

Fréttablaðið birti grein um þetta í gær þar sem áherslan var lögð á nýnasista aspekt Schwerin. Vissulega er það stór hluti af samfélagslegum veruleika í A Þýskalandi, að ungir menn snúast til nasisma vegna skorts á öðrum úrræðum, en það verður ekki auðvelt að koma þeirri themu að í verkinu án þess að bendifingurinn fari á loft.

Eftir laugardaginn hef ég tíma til þess að hugleiða hvort og þá hvernig ég fer að því.

En þangað til þá er bara að þreyja þorrann, reyna að berjast hugrekki í leikarana og keyra í gegn á þeirri litlu orku sem eftir er í líkamaræksninu.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: