Góða kvöldið
Þjóðverjar eru í National Socialisma ham þessa dagana enda eru 75 ár síðan Hitler og co. komst til valda.
Hér er varla hægt að kveikja á sjónvarpi, opna blað eða hlusta á útvarp án þess að heyra Þjóðverjana vera að velta þessu fyrir sér.
Það er ekki nokkur efi að stærsta spurning sem Þýskaland er kollektívt að kljást við er "hvernig stóð á því að við kusum þetta yfir okkur"?
Þetta er heillandi fyrirbrigði. Kynslóðir sem muna ekket eftir stríðinu eru engu að síður heltekin af þessu. Ekki má minnast á þetta á almannafæri nema hvíslandi undir 4 augu, í skólanum er þetta umræðuefni stöðugt upp á pallborðinu, þetta gegnsýrir í raun allt.
Auðvitað er þetta stór spurning. Hvernig vel menntaðri og upplýstri þjóð tókst að falla fyrir öðrum eins vitleysingi og Adolf Hitler. Maður þarf nú ekki að lesa lengi í Mein Kamp til þess að komast að því að maðurinn er annaðhvort snarruglaður eða takmarkalaust vitlaus, nema bæði sé.
Og menntasnobbararnir í borgarastéttinni skilja þetta bara ekki.
Ég hef notað tækifærið til þess að lesa upp fyrir Þjoðverja stuttaralega þýðingu mína á orðum Þórbergs Þórðarsonar sem skrifar í bréfi sínu um Hitler 1931 að annað eins samansafn af vitleysu, innihaldslegum útúrsnúningum og öfgabulli hafi hann aldrei augum litið. Og bætir því svo við að þessu geti ekki nokkur upplýstur maður fallið, fyrir nema í mjög skamman tíma í senn, og þá líklega fullur.
Þessu taka Þjóðverjarnir óstinnt upp, enda ekki vanir því að sitja undir mórölskum lexíum frá íbúum smáþjóða út í hafi, hvað þá rauðhærðum.
En eftir stendur að þeir kusu þetta yfir sig og geta ekki hætt að hugsa um það.
Og allir á bullandi móral.
Auðvitað er svo ris Nasistana efni í risa pistil, maður yrði að taka inn kreppuna miklu, versalasamninginn, niðurlæginguna í WW1 og hroka þýska keisaradæmisins, en þann pistil vil ég ekki skrifa í kvöld, og efast um að þið vilduð lesa hann.
En fyrir þá sem lesa þýsku var Spiegel að gefa út gott 100 síðna blað um þetta. Hér er svo fyrir enskumælandi.
Bestu kv,
Þorleifur
föstudagur, febrúar 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli