Góðan daginn og gleðilegt ár
Ég vaknaði við það í morgun að sólin glampaði á glugganum og kallaði mig fram úr rekkju. Þegar ég skreið fram úr og að glugganum sá ég hana speglast í nauthólsvíkinni, létt þoka lá yfir Reykjanesinu dulúð fjarlægðarinnar mögnuð upp með þessu samspili sólar og skugga.
Ég ákvað að vappa mér frammúr og í gönguferð, byrja nýtt á með sjálfum mér einum og ganga til skerptar hugsunar.
Og þetta gekk eins og í sögu. Ég var kominn í 66° úlpuna og með vettlingana, en fannst einhvernveginn ekki nóg um og tók því upp á að heilsa hverjum þeim sem ég myndi rekast á á göngu minni frá Ægissíðu og upp í Öskjuhlíð. Þetta reyndust vera vel á annað þúsund manns þannig lítið varð úr einsemdinni, en þeim mun skemmtilegra var að fylgjast með viðbrögðum fólksins við þessari augljósu truflun.
Ísland er að verða eins og New York. Stresshæli þar sem ekki má yrða á nokkurn mann án þess að sá hinn sami kvekkist við, eða hlaupi í burtu.
Vandamálið við það hér, ólíkt New York, þá er þetta svo rosalega ungt samfélag hér að í raun er það sem mest var heillandi við íslenska þjóð gæti horfið í þessum tíðaranda stress og brjálæðis. Það sem heillaði mig (þó svo maður hafi oft hlegið að þessu í gegnum tíðina) er þessi smáeyjarháttur. Þar sem allir þekkja alla, allir heila öllum, fólk stoppar og hjálpar þeim sem fests hefur í snjónum á Fiatinum sínum. Einkenni lítils og náins samfélags. Þorpsfílingur...
Ég er alinn þannig upp að sjálfsagt sé að heilsa fólki á förnum vegi og því ætla ég að halda til streitu.
ví er oft klínt upp á mig að ég sé svo pólitískur og uppreisnargjarn og þar fram eftir götunum. Og það getur vel verið að svo sé þegar á heildina er litið en það er þannig með þann stimpil eins og flesta aðra, að hann lýsir mér ekki nema að hluta.
Annar hluti af mér, sá sem nennir ekki alltaf að vera að analísa og skilgreina, er hrifgjarn og pínkulítið íhaldssamur. og það er þannig sem ég vil vera.
Það er ekki hægt að flokka fólk niður þó svo að markaðsöflin langi óskaplega að geta sett okkur í hinn eða þennan markhópin.
Lífið og manneskjan er og flókin til þess að svo geti verið.
Bestu kv.
Þorleifur
mánudagur, janúar 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli