Góða kvöldið
Þagnir þagnir þagnir þagnir.
Alltaf þegar ég kemst á flug hérna þá er því fylgt eftir með langri og markvissri þögn. Þetta tengist því náttúrulega að konan mín kemur og þá er annað að gera á síðkvöldum, og svo er hitt að skólinn sem ég stunda hérna er ekkert grín. Ég get svarið það að ég er alltaf í skólanum.
Maður hélt að maður væri vaxinn upp úr þessu, að skólaganga sem tekur allan daginn væri að baki en think again, þessi er frá morgni til miðnættis.
En síðan ég skrifaði síðast er ég líklega búinn að sjá 2 bestu sýningar sem ég hef séð. Shopping and Fucking í uppfærslu Ostermeier og svo frægustu uppsetningu Kastorfs í Volksbühne, Endstation amerika.
Ég mun skrifa um bæði verkin sem og annað sem á daga mína hefur drifið innan skamms, þegar ég er kominn í rólegheitin í Finnlandi. Það er uppúr næsta mánudag eða svo.
Þangað til biðað ég að heilsa úr veðurblíðunni hér í Berlín.
Þorleifur
þriðjudagur, desember 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli