fimmtudagur, september 22, 2005

Góðan daginn

Það er bjart og heitt í Berlín í dag.

dagurinn fann undirritaðann á Alexandertorginu í miðborg Berlínar þar sem hann í félagi við þjóðverjann Carl, bauð fólki upp á að þrífa borgina (einn fermeter í einu) og fá í staðinn það sem undan kústinum kom í vinnulaun. Einnig var málaður hringur á torgið með nafni viðkomandi til merkis um framlag hans við hina borgaralegu þrifnaðarstefnu.

Þetta vakti mikla kátínu viðstaddra og tóku fjölmargir þátt í átakinu.

Uppákoman var tekin upp á videó sem hluti af heimildarmyndinni um stofnun alþjóðlegra hreingerningarsamtakanna IRS (International stadtliche reiningung). Takmark samtakanna er að koma á fjöldahreyfingu borgara sem byggð eru upp til móts við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir. Með tímanum er vonast til þess að samtökin taki við hlutverki SÞ og útdeili réttlæti um allan heim. Útgangspunkturinn er að þríft götur til þess að hreinsa sálina af óhreinum hvötum. Að með því að verða meðvitaður um umhverfi sitt verði maður hreinn að innan. Hrein sál í hreinu umhverfi.

Bæta má því við að þegar samtökin eru komin á æskilega stærðargráðu þá taki undirritaður við stjórn samtakanna og leiði þau inn í nýja öld.

þangað til það verður þá nema ég heilvænleg DDR fræði við skólann minn, læt lítið fyrir mér fara og bíð færis.

Bestu kv.

Þorleifur

Engin ummæli: