Góða kvöldið
Hvað er þetta spyr ég nú bara, ég verð að fara að gera það upp við mig hvort ég ætla að vera að blogga eða ekki...
ég er sumsé frá síðasta inndriti búinn að heimsækja london, skipuleggja meira og minna heilann piparsveinsþátt, stofna fyrirtækið Lifandi Leikhús (kominn tími til) og er svo á leið til San Fransisco um helgina, enda á maður smá sól skilið.
Einnig hef ég gerst útigarpur mikill og hef á undanförnum 3 vikum farið í einar 3 raftingferðir, jöklaklifrusferð og gljúfur/sundogsig ferð. Þetta er stórkostlegt! Beats kaffibrennslan any day.
OG svo það sé á hreinu þá er ég ekki þar núna!
Annars er ég svo hægt og hægt að draga mig til hliðar hjá Saga Film (sem nú er í eigu Baugs!!!, hvað varð um siðferðið soyr ég nú bara?) til þess að undirbúa mig undir feðrina og búsetuna úti. Ég get ekki annað en skolfið af tilhugsuninnu um að samlagast nýjum menningarheimi og taka þátt í því ferli að aflæra og endurlæra það sem ég hef verið að starfa við undanfarni ár! Þvílík sæla.
Já, lífið gæti ekki verið betra þó svo ég hefði hannað það sjálfur!
Og á þeirri ljúfu nótu kveð ég í kvöld en hef fullan hug á því að tala meira um listisemdir landsins við fyrsts tækifæri.
Bestu kv.
Þorleifur
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli