Góða kvöldið
Stutt og laggott!
Æfingar eru á fullu á AMERICAN DIPLOMACY. Verkið er allt að komast í skorður og ég hef afar mikla trú því að þetta verði boðlegt og vel það.
Við byrjum daginn á því að ræða fréttir undanfarinna daga og oftar en ekki læðast setningar og setningar úr current fréttum inn, og er jafn gaman í hvert skipti. Verki ðer einhvernveginn meira lifandi fyrir vikið og ennþá skemmtilegra að vinna það.
Hjálmar er hreinlega að fara á kostum enda er hlutverkið næstum því sérsniðið að honum. Og ekki eru aðrir leikarar að gera síðri hluti. Þannig allt í allt, gleði og gaman.
Verð að hlaupa, nóg að gera.
Bið að heilsa
Þorleifur
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli