þriðjudagur, október 14, 2003

Sæl og bless

Hérna kemur grein sem ég samdi fyrir Pólitík.is og var reyndar ritskoðuð þar, en af ástæðu. Sumum varð fullheitt í hamsi í nótt

Annars bið ég að heilsa

Krossferð uppá gamla mátann

Stundum er nauðsynlegt að vona

Ég sver það, ég ætlaði ekki að skrifa aftur um Ísrael Palestínu málið. Hafði hugsað með mér að nú væri nóg komið, hefði bara ekki skrifað um annað í lengri tíma. Minnir mig á stundum á þráhyggjukennd skrif mín gegn frelsunninni í Írak. En vegna atburða síðustu daga gat ég ekki hamið mig. Það má ekki þagna.
Ég skal fyrstur manna viðurkenna að síðast pistill minn var stútfullur af villuráfandi bjartsýni. Ég hélt að kannski gætu gamlir hundar lært að sitja.
Þannig það er bara eitt að gera, hefja að nýju krossferð pennans gegn óréttlætinu.

Sorgin er okkar

Nú er skrifað um það í stærstu miðla heims að ekkert geti gerst á næstunni í málefnum Ísrael og Palestínu því nú sé farið að styttast í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Að Bush sé hræddur við að missa stuðning sannkristinna ef hann fer að þjarma að Sharon og Sharon viti þetta og geri því hvað sem honum sýnist. Alveg eins og Saddam þá hunsar hann ályktanir sameinuðu þjóðanna og gengur gegn óskum Bandaríkjanna og hvernig er honum refsað? Er sendur innrásarher á hann, tvisvar? Er landið sprengt aftur á steinöld? Er sett gjald til höfuðs honum og lík sona hans selt sem fréttaefni á CNN? Nei, ennþá skelfilegri hlutir bíða hans, lánaábyrgðir Ísraels verða ef til vill lækkaðar!! Og hananú! Sumsé, Bushy er ekki að fara að gera neitt til að styggja ekki réttþenkjandi bandaríkjamenn en hvað með Evrópu? Allir vita að þar eru mannréttindin í hávegi höfð, ég meina, við erum að skipa tyrkjum að laga til í bakgarðinum ef þeir vilja komst í klúbbinn. Þar vantar ekki hörkuna en í málefnum Ísrael segir engin múkk. Reyndar hafa einhverjir lágt settir búrókratar röfla eitthvað fyrir myndavélarnar en ég efast um að Sharon, sem fyrirskipaði fjöldamorðin í flóttamannabúðunum í Líbanon og er stoltur af, missi svefn yfir því. Engin segir neitt og Golíat fær að lumbra á Davíð að vild og ekkert guðlegt réttlæti á döfunni.

Grátlegt, er það ekki.

Ég finn svo sterkt fyrir vanmætti mínum er ég rita þessi orð. Ég er ekki að segja neitt nýtt. Þetta er eitthvað sem allir hafa heyrt áður. Í einni eða annari mynd hafa allir lesið eða séð eða heyrt um þetta mál og velt því fyrir sér. Sagan endalausa. Sprengja hér, skriðdrekar þar, hús í rúst, fólk að gráta dána ættingja, sorg og eymd er allsumvefjandi. Og hjartað kallar, er engin von? Er engin nokkursstaðar sem hefur nægilega víða sýn til þess að ganga í fylkingarbrjósti þeirra sem leita eftir raunverulegum friði í þessum heimshluta. Hversu margir þurfa að deyja? Hversu marga veggi þarf að byggja? Hversu mörg kaffihús þurfa að springa? Hversu mörg hús þarf að jafna við jörðu til þess að einhver fái nóg? Ég er ekki svartsýnismaður. Allaveganna vil ég trúa því að í mannsandanum búi nóg mikið hugrekki og réttsýni til þess að hatrið muni að lokum verð undir. Ég vil trúa því að illmennska sé ekki upphaf heldur endir.

Vonarneistinn

Í gærkveldi var skrifað undir táknrænt samkomulag í Jórdaníu. Þar voru á ferð háttsettir embættismenn sem látið hafa af störfum beggja megin víglínunnar. Palestínumenn og Ísraelar komu saman og sömdu fimmtíu blaðsíðna plagg þar sem útkljáð voru öll helstu ágreiningsefni þjóðanna. Samið var um flóttamennina, byggðir Ísraela í Palestínu, landamæri og margt fleira í algjöru bróðerni og vissulega var því samstundis hafnað af ráðamönnum Ísraela en þetta sýnir mér að það eru til einstaklingar sem tilbúnir eru að láta hagsmuni fólksins ganga fyrir sínum eigin og vita að þetta fólk eru ekki svarnir óvinir um aldur og ævi heldur samfélög sem munu neyðast til að lifa hlið við hlið um ókomin ár og geta í raun ákveðið hvort það skuli gerast með stríði og blóðsúthellingum eða friði.

Að lokum:

Halldór, ef þú átt í vandræðum með að ná andanum þá væri eflaust ráð að draga höfuðið út úr endaþarminum á Bandaríkjaforseta!

Góðar kveðjur

Þorleifur Örn Arnarsson

Engin ummæli: