mánudagur, mars 31, 2008

Góða kvöldið

Það er bara ekkert mál að vera glaður á dögum sem þessum.

Þorleifur kom út í morgun, sprækur og kátur, annálaður morgunmaður sem hann er, og tók rakleitt stefnuna á næsta kaffihús. Pikkaði stöðumælasektina af bílnum og fannst sem eitthvað væri athugavert en náði ekki utan um hugsunina.

Hélt áfram, og var að hugsa að hann ætti í alvörunni að fara að fá sér íbúakort. Hugsaði svo með hryllingi í þýsku biðröðina og andfúlu afgreiðslukonuna sem þyrfti að díla við til þess að fá það, og setti hugsuna á hilluna.

Já, það var eitthvað óeðlilegt, eitthvað í loftinu.

Þorleifur var að vanda klæddur í gallabuxur, síðerma peysu, hettupeysu og léttan jakka og fór að renna á hann sá grunur að þessi skrýtna tilfinning hefði eitthvað með veðrið að gera.

En það var ekki fyrr en svitinn fór að leka niður í augun á að hann áttaði sig á því að það sem hann var að upplifa var bullandi hiti. Að hann væri svona um það bil þrisvar sinnum of vel klæddur miðað við ársferði.

Þorleifur síungi snéri snarlega við, hljóp upp tröppurnar í hvítu skyrtuna, sneakers og ljósan jakka og lagði af stað út í daginn að nýju, glaður og kátur.

Það er 20 stiga hiti í Berlín og Sól.

Já, og hananú!

PS: Hann fór og fékk sér bílastæðakort. Mætti á staðinn og fékk númer. 418. Kíkti á töfluna og þar blikkaði númerið 207. Þetta hefði nú venjulega verið nóg til þess að setja allt á annan endan , fyrirlitning Þorleifs á Þýskri búrókratíu grasserar á svona stundum, hann á það meiraðsegja til að verða fasta ofbeldishneigður.

En þetta kom hvergi nærri við hann, náði sér bara í kaffibolla, settist út í sólina og las í góðri bók í tvo og hálfan tíma. Og keyrði svo heim. Stöðumælasektaróttinn horfinn og lífið dásamlegt.

Já, blessuð sólin.

Er ekki annars stuð heima á Íslandi í dúnúlpunum og svona?

3 ummæli:

Unknown sagði...

skil ekki hvernig þú getur gert systur þinni að koma með svona sögur þegar ég er sveitt og ekki af hita heldur prófalestri... hér er svo mikill vildur að ég þarf bara að setja út hendurnar og þá fýk ég yfir hæðirnar og snjóhólana hér á Bifröst...gæti ekki verið betra:) njóttu vel!!!

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Svona er lífið stundum ósanngjarnt, en njóttu vindsins, það gerir þó lesturinn einfaldari.

;)

Nafnlaus sagði...

Veiveivei! Ég var einmitt farin að kvíða því að koma heim á morgun til Bellunnar og þurfa að draga trefilinn upp úr ferðatöskunni og hneppa að mér. Hér í Mílanó hefur hitinn nefnilega verið kringum 22 gráðurnar undanfarna daga, ósköp næs.
Við ættum annars endilega að taka kaffi á næstunni ha...