miðvikudagur, apríl 02, 2008

Góða kvöldið

40.000 manns búa ennþá í hjólhýsum í Bandaríkjunum eftir fellibylinn Katrínu.

Það á ennþá eftir að endurbyggja meirihluta borgarinnar.

Næsta ómögulegt er fyrir einstaklinga að fá greitt úr sjóðum sem stofnaðir voru til þess að standa við bakið á fórnlömbunum, en stór verktakafyrirtæki eiga auðvelt með það.

Trygginarfélög fengju styrki úr ríkiskassanum til þess að hjálpa þeim að kópa við þennan atburð en tryggingarfélögin eru treg að greiða fólki á svæðunum bætur.

Þessi tragedía er týpískt dæmi um hvernig snúa má stjórnmálum upp í andhverfu sína. Þegar þau gleyma til hvers þau eru kosin, hvert hlutverk þeirra er.

Þessi meðferð á borgurum New Orleans , fátækustu borgurunum það er, er til skammar og það hjá þjóð - ríkustu þjóð heims.

Við skulum vona að íslenskir ráðamenn gleymi ekki hverju þeir þjóna þegar kemur að skuldadögunum svalls undanfarinna missera.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: