laugardagur, nóvember 18, 2006

Góðan daginn

Það verður ekki annað sagt en að niðurstaða prófkjörs samfylkingarinnar hafi verið vonbrigði.

Lítil sem engin endurnýjun átti sér stað sem hlýtur að teljast alvarlegt í ljósi þess að ekki aðeins hafði því verið haldið fram (réttilega) að 2 - 3 þingmenn myndu falla út heldur hitt að þetta er sami hópurinn og stóð bakvið hin sundurlausu skilaboð síðastu 2 vetur.

Einnig er þetta alvarlegt í ljósi þess að töluverð endurnýjun átti sér stað í Sjálfstæðisflokknum sem bjóða upp á 2 ný andlit í fremstu röð, lítur fersklega út.

Það voru miklar kanónur sem buðu sig fram í prófkjörinu í Reykjavík og hefðu án vafa dregið mikið fylgi að flokknum í næstu kosningum en það var ekki stemmningin hjá þeim kjarna flokksins sem kaus.

Vitað væri að ef um lélega kjörsókn væri að ræða þá myndi kjarninn koma og kjósa sína, og það varð raunin. Reyndar eru sögusagnir uppi um að einstaka frambjóðendur hefi myndað með sér bandalag til þess að tryggja stöðu sína og sjá til þess að fersk andlit kæmu inn. Hvort þetta er satt læt ég ósagt en það er með ólíkindum eftir óánægjuna sem er með flokkinn í samfélaginu þessa dagana að ekki hafi verið meiri endurnýjun.

og þetta mun kosta flokkinn í kosningum.

Annars situr maður við skrif að venju, og gengur það hægt en framskríður...

Einnig, ég er að lesa Sjálfstætt fólk aftur og mynntist þess ekki hversu stórkostleg þessi bók er. Málfarið, stíllinn, stærðin í fábreytninni. Þetta er stórkostleg bókmennt!

Annars bið ég að heilsa í bili.

Svo fer ég að fara eitthvað í leikhús og mun vissulega skrifa um það um leið hér.

Bestu kv.

Þorleifur

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Góðan daginn

Það er ekki erfitt að vera í Berlín í dag. Hér er 15 stiga hiti og sólskin.

Þó það sé alveg ferlega ópólitískt korrekt að segja það þá er global warming ekki hræðilegt fyrir íbúa á norðurhveli.

Ekki það að ég myndi ekki leggja á mig harðari vetur hér til þess að hörmungunum í Afríku, í suður Ameríku og vanþróuðu löndunum, sem hitinn hrjáir mest, myndi létta en það er auðveldara að brosa í dag hér í borg.

Ég er á leið á æfingu á eftir þar sem ég ætla að leggja senu á einni æfingu um samskipti kynjanna. Ætti að vera gaman.

Skólinn er svoldið í þessum stemmara núna, það er að skella okkur í verkefni þar sem við fáum stutt æfingaferli og svo umfjöllun.

Kallar á öðruvísi vinnubrögð en þarf alls ekki að vera slæmt.

VAnn sumsé Jelinek í fyrri viku, Brecht í þeirri síðustu og nú kombínera ég þetta tvennt í þessari viku.

Svo er auðvitað skrifin á hliðinni, eða ofaná, eða umhverfis allt saman.

Meri er komin og það var hreint út sagt stórkostlegt að vakna snemma í morgun með þessa fögru konu mér við hlið, heimurinn varð einhvernveginn bjartari.

Bestu kv.

Þorleifur

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Góða kvöldið

ég er enn einu sinni að gera sjálfum mér þetta, að skrifa leikrit.

í hvert skipti hugsa ég með mér að ég vilji hafa tíma og næði til þess að skrifa næsta verk og alltaf stend ég mig svo að því að vera komin á deadline og verða að delivera.

Ekki það, þetta er spennandi ferli og pressan sem deadline setur á mann er af hinu góða en engu að síður þá er það svo að ég geta skrifað í rólegheitunum og leyfa verkinu að meltast almennilega.

ég hallast reyndar að því að mér muni aldrei takast þetta, það er alltaf svo mikið að gerast hjá mér að þessi tími rólegra vangaveltna og hæglátra skrifa muni aldrei finnast, ég muni aldrei gefa mér þann tíma.

ég verð órólegur hafi ég ekki mikið að gera, frí leggjast yfirleitt ekkert sérstaklega vel í mig, það er, þá er ég búinn að finna mér einhverja bók um einhverja pólitík eða eitthvað álíka og komin á kaf. Og þá fer kreatívitetið í gang og ég er kominn hálfa leið með að undirbúa nýja uppsetningu, nýja hugmynd, nýtt samstarf. Einhvern andskotann...

En allaveganna...

Nú er verið að skrifa um hugtakið ímynd. Hvað er ímynd í nútímasamfélaginu, er hún í raun ekki allt? Er ekki allt ímynd? hvernig ég klæði mig á morgnana, hvernig ég er með hárið, hvað ég skrifa á þetta blogg?

Og hversu mikið af því er meðvitað og hversu mikið af því er ósjálfrátt? Hvað er ímyndarlaus maður?

Og hvernig er svo ímynd fyrirtækja? Eru þau öðrum klöfum bundin en við sjálf, og ef svo þá hvernig?

Þetta eru meðal þeirra spurning sem ég er að velta fyrir mér þar sem ég sit við kaffiþamb í Berlínarútihúsinu mínu oberholzer.

og þá er að koma sér aftur að skrifunum, meira síðar.

Þorleifur