þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Góða kvöldið

ég er enn einu sinni að gera sjálfum mér þetta, að skrifa leikrit.

í hvert skipti hugsa ég með mér að ég vilji hafa tíma og næði til þess að skrifa næsta verk og alltaf stend ég mig svo að því að vera komin á deadline og verða að delivera.

Ekki það, þetta er spennandi ferli og pressan sem deadline setur á mann er af hinu góða en engu að síður þá er það svo að ég geta skrifað í rólegheitunum og leyfa verkinu að meltast almennilega.

ég hallast reyndar að því að mér muni aldrei takast þetta, það er alltaf svo mikið að gerast hjá mér að þessi tími rólegra vangaveltna og hæglátra skrifa muni aldrei finnast, ég muni aldrei gefa mér þann tíma.

ég verð órólegur hafi ég ekki mikið að gera, frí leggjast yfirleitt ekkert sérstaklega vel í mig, það er, þá er ég búinn að finna mér einhverja bók um einhverja pólitík eða eitthvað álíka og komin á kaf. Og þá fer kreatívitetið í gang og ég er kominn hálfa leið með að undirbúa nýja uppsetningu, nýja hugmynd, nýtt samstarf. Einhvern andskotann...

En allaveganna...

Nú er verið að skrifa um hugtakið ímynd. Hvað er ímynd í nútímasamfélaginu, er hún í raun ekki allt? Er ekki allt ímynd? hvernig ég klæði mig á morgnana, hvernig ég er með hárið, hvað ég skrifa á þetta blogg?

Og hversu mikið af því er meðvitað og hversu mikið af því er ósjálfrátt? Hvað er ímyndarlaus maður?

Og hvernig er svo ímynd fyrirtækja? Eru þau öðrum klöfum bundin en við sjálf, og ef svo þá hvernig?

Þetta eru meðal þeirra spurning sem ég er að velta fyrir mér þar sem ég sit við kaffiþamb í Berlínarútihúsinu mínu oberholzer.

og þá er að koma sér aftur að skrifunum, meira síðar.

Þorleifur

Engin ummæli: