þriðjudagur, júní 15, 2004

Góða kvöldið og afsakið þögnina...

Það vill svo til að ég er sérlegur áhugamaður um fótbolta og því kemst fátt annað að þessa dagana...

Ég er hægt og hægt að sannfærast um illsku þess stjórnkerfis sem vill svo til að við höfum komið okkur upp. Eða væri kannski réttara að segja þá útgáfu sem við sitjum uppi með í tilraunum okkar til þess að skapa okkur samfélag.

Hin efnahagseiniblýnda stefna sem ríkir nú er ekki sköpuð fyrir mannverur, hún er sköpuð fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki, þó svo þau hafi lagalegan rétt eins og mannvera, hafa ekkert með manninn að gera. Það eru stofnanir sem ganga það eitt til að auðgast og skiptir þar litlu hvaða meðulum er beitt í þá veru.

Sem betur fer hefur allmenn upplýsing borgaranna haldið að einhverju leyti aftur af þeim en nú virðist sem sú andstaða sé að renna út í sandinn. Hægri menn, einu hugsjónamenn níunda áratugarins, hafa með afar útsmognum hætti náð undirtökunum í samfélagsumræðunni og hefur tekist að færa miðju stjórnmálanna töluvert til hægri. Hvað þýðir það? Það þýðir að það sem ekki var samþykkkt sem sannleikur, heldur sem öfgar, fyrir ekki margt löngu, eru nú viðteknir "sannleikar" í samfélaginu.

Sem dæmi, þá er ekki verið að ræða hvort einkavæðing sé góð eðaa vond lengur, nú snýst umræðan um hvernig skuli einkavæða.
Annað dæmi er umræðan um stéttarfélög. Þessi félög sem stofnuð voru um allan heim eftir blóðuga baráttu verkalýðsins eru nú hægt og hægt að lognast útaf. Reyndar minna á Íslandi en ef skoðað er út í hinn stærri heim þá er það ófrávíkjanleg staðreynd að stéttarfélög eru á hraðri niðurleið.

Til þess að skoða þetta í samhengi þá verður maður að skoða hvað er hin viðtekna skoðun í umræðunni hverju sinni og bera það saman við það sem áður (á einhverjum tilteknum tíma) þótti viðtekið að haldið væri fram. geri maður þetta þá er maður ekki lengi að sjá hvernig umræðan hefur snúist. Næst þarf maður að reyna að gera sér grein fyrir hver, eða hverjir það eru sem leiða umræðuna hverju sinni og hvernig aðgang viðkomandi hafa að fjölmiðlum. Augljóst er, ef skoðað er hverjir leiddu umræðuna á undanförnum árum, að þar voru á ferð markaðshyggju menn. Þegar það var svo orðið viðtekið að tal þeirra um að kapítalisminn væri hinn heilagi sannleikur væri ekki svo langt frá sannleikanum þá þögnuðu þær raddir sem þeim voru ekki sammála og farið var að ræða um hvernig við ættum að hegða okkur innan hins kapítalíska ramma. Ekki heyrast raddir lengur, allaveganna í fjölmiðlum, sem halda því fram að þetta samfélagsform sé ekki að hinu góða. Og af hverju ekki, af því að fólk sem heldur því fram eru öfgafólk sem ekkert hafa að gera upp á dekk. Bara einhverjir gamlir kommar sem elska Stalín og vilja fá yfir okkur einræði og skelfingu.

Af hverju er ég að taka þetta upp. AF því að ég verð meira og meira skeptískur á það aða kapítalismi sé hið eina rétta samfélagsform. Ég tel meiraðsegja að það sé meira skaðlæegt en hitt. Þetta rökstyð ég með því að horfa í tölfræði. Ekki af fjármálamörkuðum (sem ég skil ekki alveg af hverju er í boði nú til dags í öllum fjölmiðlum, því að eina fólkið sem notar þær, fylgist væntanlega betur með en í yfirliti dagsins) heldur úr samfélaginu sjálfu. Tölur um raunverulegar, lifandi manneskjur.

af hverju eikst alkóhólismi? af hverju fjölgar sjálfsmorðum, nauðgunum, kynferðisofbeldi? AF hverju eru alltaf fleira og fleira fólk á prósakki? AF hverju eru öll þessi börn á geðlyfjum? AF hverju dregur úr lestraráhuga, af hverju eru vesturveldin endalaust í stríði, af hverju eykst fátækt í vestrinu? Af hverju eru skilnaðir svona algengir? Af hverju er fólk hætt að ala upp börnin sín og leyfa skólum að sjá um það? Af hverju, af hverju, af hverju...

Og ég er að leggja á mig ómakið sem þarf til þess að reyna að komast að þessu fyrir mig, ekki lesa um það í blöðum, heldur að skoða þessi mál sjálfur.

En ég bý náttúrulega við það að ég hef til þess tíma, ég er undantekningin í samfélaginu sem gerir ekki ráð fyrir því að manneskjur þurfi að hugsa, ég er ekki talva!

Þorleifur