sunnudagur, september 14, 2008

Góða kvöldið

Ég get ekki orða bundist...

Þegar maður skoðar "mest lesið" listann hjá visir.is þá snúast allir linkarnir að einum undanskildum um nauðganir og misþyrmingar á börnum. Sá eini sem ekki gerir það er video af því þegar einhver hillbillý í BReiðholti tekur upp dráp á mink sem hrökklaðist undan honum inn í sjopu og var þar að manni sýnist barinn til dauða upp við búðarborð.

Síðasta fréttin á vísi og sú nýjasta fjallar um einhvern breskan barnanýðing og er líklega það hryllilegasta sem ég hef lesið á ævinni. Lýsingarnar á því hvað þessi maður gerði börnum, aðallega litlum stúlkum, fengu svo á mig að ég veit varla mitt rjúkandi ráð.

Og það er eins og það sé holskefla af þessum fréttum. Eftir Frizl þá hafa dottið inn fréttir frá Póllandi, Finnlandi og Svíþjóð með svipuðum innilokunarsögum, Eyrarbakki er svo nýjasta dæmið hér heima og svo dælast inn fréttir af þvílíku á visi undanfarið.

Er þetta það að blaðamenn þar hafa allt í einu svona aukinn áhuga á þessu, eða eru erlendir fjölmiðlar og kannski lögreglan að taka betur á þessum málum í kjölfarið á Austurríkisfréttunum?

Hvernig svo sem það er, er þarna ljóstustu mynd af mannlegu samfélagi að finna og ekki get ég dæmt um hvort að þetta hafi verið svona fyrr á öldum en þetta virðist vera landlægt í nútímasamfélaginu.

Og þetta eru undantekningalaust karlmenn að fá útrás fyrir hvatir sínar á þeim sem minnst meiga sín.

Ekki veit ég hvað hægt er að gera í þessu en þratt fyrir frjálshyggjuleg sjónarmið mín þá fer maður að velta fyrir sér gerræðislegum lausnum á þessu, því að svona viðbjóða ætti ekki nokkurt barn að þurfa að þola.

Reiðilestri líkur

Þorleifur