sunnudagur, október 24, 2010

Líf án Facebook - dagur 4 og 5

Fór í heimsókn í gær til bóksalans míns, Stephen Welch. Hann á og rekur fornbókabúð hér í hverfinu sem mér finnst með afbrigðum skemmtilegt að heimsækja.

Hvergi annars staðar hef ég keypt jafn margar bækur sem ég hef ekki lesið (og ætla ekki að lesa) eins og þar.

Þetta er svona bókabúð þar sem þú finnur allt í einu bækur sem þér myndi aldrei detta í hug að kaupa nema fyrir tilstuðlan ærði máttarvalda, þegar þær detta út úr hillunni.

Þarna keypti ég einmitt bókina um Krupp fjölskylduna, sem er stærsta iðnaðarveldi Þýskalands og þarna var ég inn í gær þegar Laura kom í heimsókn.

Laura er ungur bókmenntafræðinemi sem vinnur af og til hjá SW Welch og hafa þau um margt sérstakt samband. Ekkert þannig ... bara eru stundum eins og gömul hjón (hvað er þetta með bókmenntafræðinga að vera gamlir um aldur fram?)

Ég minntist á það við hana í framhjáhlaupi að hún ætti að lesa Kate Atkinsson, enda lægi húmor þeirra teldi ég saman.

Vart var ég búinn að sleppa orðinu en þegar mér verður litið út fyrir og sé ég þar hvar bók dettur á götuna. Ekki get ég útskýrt hvaðan þessi bók kom en engar hillur liggja út að götunni (þó það séu hillur fyrir utan bókabúðina, en þær eru í innskoti).

Ég geng út og tek upp bókina, og hver er þar komin nema fyrsta bók Kate Atkinsson.

Ég fæ vonandi uppdate hjá Lauru á morgun um hvort ég (og æðri máttarvöld) höfðum rétt fyrir okkur.

SW Welch má finna á Facebook fyrir þá sem ennþá stunda þann djöfuls pitt!

Bestu kv

Þorleifur