laugardagur, ágúst 09, 2003

Góða kvöldið

Ég verð að hryggja trygga lesendur með því að ég mun fresta framhaldsævintýrinu um dag vegna ófyrséðra atvika sem komu upp í kvöld.

Um helgina byrja svo æfingar fyrir næstu sýningu hins Lifandi leikhúss að nýju og ber verkið nafnið PENTAGON. En meira um það síðar.

SVo er hægt að hlakka til pistils sem ég er að skrifa um reykingar og merkingar á pökkum. (kannski tilraun til að yfirvinna þá áráttu mína að kveikja mér átómatískt í sígó ef ég sé Þorgríma (skjótum reykingarmenn) Þráinsson, sérstaklega ef hann er úti að ganga með börnunum sínum)

Góðar kveðjur

Þorleifur

föstudagur, ágúst 08, 2003

Og hvað svo...

Eins og áður sagði þá var útlitið ansi dauft. Ekki það, þrátt fyrir allt svindlið hjá Esso eru þetta frábærar stöðvar sem slíkar (er að leita eftir sponsor til að opna eigin síðu) heldur hitt að í Egilstaðarþorpi kennir ekki margra fiska hvað hjálpsama viðmælendur eð anokkuð yfir höfuð varðar. ég gekk álútur að afgreiðsluborðinu þar sem afar glaðbeittur piltur stóð fyrir svörum (enda afar stutt í lokun og filliríið í huga hans um það bil að verða staðreynd). Ég tjáði honum um stöðu mína og hann greip í símann og hóf leit að edrú austanmanni sem tilkippilegur væri til að gera við dekk um hánótt og kannski keyra okkur svo uppá fjöll í leit að ökutækinu.

Ekki reyndist vera hörgull á viðgerðarmönnum (fullum og edrú) en hitt var annað mál að þeir kröfðust svífirðilegra 4000 króna fyrir greiðann ( og er þar ekki innifalið skutlið). Þar sem ég hef engan milljarðasjóð til að ganga í eins og sumir kolkrabbar (sem líka eru menn, ennþá að leita að sponsorum) þá var þetta ekki möguleiki. Maður hefði nú haldið að 100 milljarðarnir sem verið er að gefa þeim myndi draga úr græðgi gagnvart ferðamönnum en svo er ekki að sjá. Og ég læt ekki arðræna mig svo auðveldlega, frekar myndi ég sænga hjá bensíninu.

Þar sem ég er dagfarsprúður maður þakkaði ég afgreiðslumanninum glaðbeitta pent fyrir, snéri mér við og ætlaði að ganga út í nóttina þegar fyrir vit mér barst hugsýn ein mikil. Það var eins og allt í einu hafi fjögurra ára háskólanám gert tilgang sinn ljósan, allar stundirnar sem maður sat skjálfandi úti í horni að leika amöbu, hugarfárið yfir því hvort maður stæði sig sem spjótberi í Sheikspír, öll tilfinningasúpan sem hin mikla list kallar fram stóð þarna ljóslifandi frammi fyrir mér. Ég hafði lagt þetta allt á mig til þess að þetta andartak gæti orðið að veruleika... Hún stóð þarna!

to be cont...

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Og hvað svo...

Eins og áður sagði þá var útlitið ansi dauft. Ekki það, þrátt fyrir allt svindlið hjá Esso eru þetta frábærar stöðvar sem slíkar (er að leita eftir sponsor til að opna eigin síðu) heldur hitt að í Egilstaðarþorpi kennir ekki margra fiska hvað hjálpsama viðmælendur eða nokkuð yfir höfuð varðar. ég gekk álútur að afgreiðsluborðinu þar sem afar glaðbeittur piltur stóð fyrir svörum (enda afar stutt í lokun og filliríið í huga hans um það bil að verða staðreynd). Ég tjáði honum um stöðu mína og hann greip í símann og hóf leit að edrú austanmanni sem tilkippilegur væri til að gera við dekk um hánótt og kannski keyra okkur svo uppá fjöll í leit að ökutækinu.

Ekki reyndist vera hörgull á viðgerðarmönnum (fullum og edrú) en hitt var annað mál að þeir kröfðust svífirðilegra 4000 króna fyrir greiðann ( og er þar ekki innifalið skutlið). Þar sem ég hef engan milljarðasjóð til að ganga í eins og sumir kolkrabbar (sem líka eru menn, ennþá að leita að sponsorum) þá var þetta ekki möguleiki. Maður hefði nú haldið að 100 milljarðarnir sem verið er að gefa þeim myndi draga úr græðgi gagnvart ferðamönnum en svo er ekki að sjá. Og ég læt ekki arðræna mig svo auðveldlega, frekar myndi ég sænga hjá bensíninu.

Þar sem ég er dagfarsprúður maður þakkaði ég afgreiðslumanninum glaðbeitta pent fyrir, snéri mér við og ætlaði að ganga út í nóttina þegar það gerðist, mannkynið og heppnin leituðu mig uppi. Kunnulegt andlit var í felum bakvið snakkrekkann og þegar ég kallaði til þess var ekki annað að sjá en viðkomandi væri glaður að sjá mig. Og var þar ekki kominn hún Halldóra leiklistarnemi sem hefur víst ættir og heimili að rekja til plássins. (Ég vissi að þessi fjögur ár í leiklistarskólanum myndu leiða til einhvers þegar fram liðu stundir) Hún hlustaði áhugasöm og með vott að meðaumkun á frásögn mína af vandræðum næturinnar og hafði ég ekki fyrr slept orðinu en hún rétti fram hjálparhönd. Og þvílík hönd sem það átti eftir að reynast.

Þar sem klukkan er orðin margt verð ég að nema staðar nú og bíð lesendum í heimsókn að nýju að degi liðnum.

Góða nótt

PS: Konan mín vill taka það fram að hún var líka með í ferðalaginu (sem ég tel að hafi komið skírt fram en hún vill á móti meina að hennar hlutur hafi verið rýrður til muna. ÉG benti henni vinsamlegast á það að ef hún væri ekki sátt gæti hún opnað sían eigin bloggsíðu og skrifað eigin frásögn. Hún er farin að sofa.) Hún var sumsé með og gerði fullt og er æði og ég elska hana sem enga aðra og hefði ekki komist lífs af úr hremmingum þessum án hennar.


miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Góða kvöldið

Og miðnætursagan heldur áfram fyrir spennta lesendur:

Þarna vorum við sumsé stödd, mitt í argandi óbyggðum um miðja nótt í svarta þoku. Það fyrsta sem kemur upp í hugann við svona aðstæður er að hlaupa útí náttúruna (helst nakinn) og ákalla hitt og þetta, stokka steina og hvað það sem fyrir hendi verður, jafnvel rolluna blessaða sem Bjartur elskaði svo mjög. En ég er yfirvegaður maður með eindæmum og brást því við með stakri ró, labbaði afsíðis og grét beiskum tárum og starði vonleysislega út í þokuna. Við vorum með sæng í bílnum og því var í raun ekki að örvænta, ég meina þetta var á aukavegi út af numero uno og einhver hlaut að eiga leið um fyrr eða síðar. ég settist því rólegur útí vegarkant og beið örlaganna eða kannski heldur tveggja ljósdepla í fjarska. Ekki þurftum við að bíða lengi þar til að krúsandi kom kaggi nokkur með tveimur ungmennum. Ég rétti út hendina og stoppaði þau með stæl.

Það góða við svona aðstöðu er að erfitt er fyrir ökumenn að keyra framhjá án þess að gera eitthvað í málunum. SAma hver sæti þarna útí kanti fólk verður að stoppa. Og fólkið sem stoppaði var ekkert sérstaklega ánægt með glaðninginn en ég lét það ekki á mig fá, fékk felgulykil, (sem skringilegt nokk vantaði líka. Það er eins og þessi bíll hafi verið hannaður til að fylla mannverurnar, sem gæddu hann lífi, skelfingu og vanmætti.) kippti dekinu karlmannlega undan og stakk því svo í aftursætið á nýja Subarúnum sem hafði stoppað og hlunkaði mér svo ofaná, svona til yndisauka fyrir samferðunga okkar.

Góðgjörðamenn okkar voru ekkert sérstaklega málreyfin en það kom ekki að sök því undirritaður hafði frá svo mörgu að segja (þetta hafi verið áhugavert ferðalag og ég er þess fullviss að þau hafi þakkað mér í hljóði fyrir frásögnina) Þau meiriasegja hækkuðu í tónlistinni fyrir mig, svona eins og ljúfur rythmi undir malið í mér. Og ég malaði þar til þau, frekkar snubbótt verð ég að segja, hentu okkur út á bensínstöðinni og báðu góðrar nætur! Góðrar nætur? Við vorum stödd á bensínstöð í forgarði leiðindahelvítis eina mínútu í lokun á sunnudegi verslunarmannahelgar! Góða nótt og hvað, sofa við dælu 1? Þetta var þá allt þakklætið eftir allar sögurnar sem ég sagði þeim! En maður má samt ekki missa trúna á mannkynið því í vændum var mikið ævintýri sem myndi sína fram á gæði mannsálarinnar og það að maður á alltaf að reiða sig á heppnina.

to be cont...

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Góða kvöldið

kominn heim úr innanlandsreisunni. Þetta var heldur betur skemmtilegt enda vantar nú sjaldan ævintýramennskuna þegar ég og mínir eru annars vegar. Sumsé, ég og unnustan keyrðum útúr akureyrarbæ um tvö leytið í gær á leið í skoðunarferð á mývatn (maður verður að fara reglulega þangað til að votta sprengisérfræðingunum virðingu sína og athuga hvort þeir hafa nokkuð fært út kvíarnar og sprengt kísilyðjuna). Við vorum rétt komin út fyrir fljótandi flugvöllinn þegar þeirri hugmynd skaust niður í kollinn hvort ekki væri bara sniðugt að fara að alla leið og keyra hringinn. Við ræddum þetta eitthvað og komumst að þeirri niðurstöðu að þar sem við hefðum farið hringinn tvisvar áður þá væri þetta upplagt tækifæri til að sjá hann einu sinni en og það á ferð. Svo vildi líka svo til að við eigum 4 ára sambandsafmæli í dag og því var þetta upplagt þar sem hringferðirnar voru einmitt til þess gerðar að konan mín yrði alveg yfir sig ástfangin af mér.

Og svo hættum við að tala og fórum að keyra. Þetta gekk allt saman að óskum. Mývatn var á sínum stað, kísilyðja og allt ( reyndar ætla þeir nú að fara að byggja bláa lón II og það verður gaman að sjá túrista í flashbakki með flugunet að striplast eitthvað undir spúandi kísilskrímslinu en það er önnur saga) og við kíktum á Kröflu (sem ég reyndar fann aldrei, gekk bara endalaust í hringi og benti eitthvað og vonaði að útlendingurinn myndi ekki komast að neinu. Samkvæmt mér urðu því 12 eldgos þar á 6 árum og hvert öðru hrikalegra ) og einhverja hverapytti, svona típískt túristabrall.

Við héldum sem leið lá austur. Hvað eftir annað rákumst við á skilti sem tilkynnir ferðamönnum að vegagerðin sé að byggja veg. Það er sem vegagerðin sé að byggja veg allstaðar og skiptir þá engu máli hvort vegurinn sé fullgerður eða ekki, það er verið að byggja. Væri kannski ekki sniðugra að setja bara eitt skilti í Reykjavík sem segði manni að verið væri að byggja veg og ef maður fer ekki af nr. 1 þá er verið að byggja veg! Þetta var eins og að ríkisstjórnin hefði fyrirskipað vegagerðinni að gera fólki það ljóst að verið væri að byggja í alvörunni burtséð frá því hvað væri í alvöru í gangi svo við gætum haldið í þá barnatrú að það sé í alvöru hagvöxtur og það sé verið að byggja upp landið. Svo eru þessir vegir við hliðina á vörðum sem standa á 10 metra færi alla leiðina frá mývatni til EGilsstaða. Það mætti kalla alvöru framkvæmd. Engar stórvirkar vinnuvélar (aðrar en hesturinn) heldur bara oldfasíon púl og grjótburður. En nóg um það, það var semsé verið að byggja og annað bar ekki fyrir augu alla leiðina austur að Egilsstöðum.

Þar settumst við inná lókal veitingastaðinn á Egilsstöðum. Þar var bara eitthvað sull á matseðilinum ef undan er skilið hreindýr sem er víst nóg af þarna fyrir austan. Eini rétturinn sem budgetið leyfði var hreindýrakássa en hún var ekki til svo ég endaði á því að panta mér lambakássu sem hefði sómað sér vel í matarborðinu á múlakaffi. Átum og upp í bíl að nýju og nú áfram, kannski alla leið til Reykjavíkur.

Nokkur orð um Egilsstaði: Þetta er skítapleis. Það er ekkert þarna, ekki nokkur skapaður hlutur. Jafnvel svo slæmt að krafaverkaálver dugar ekki til. En 100 milljarðir myndi hvort sem er ekki duga fyrir háskóla eða einhverju skapandi þannig að þetta er og verður skítapleis í fyrirsjánalegri framtíð.

En aftur af stað: Ég hef ekki tekið það fram hingað til að ekki var fyrir varadekki að fara í lánsbílnum en það eikur bara á spennunua við að fara yfir fjallvegi. Ég er líka þeirrar gerðar að ég fíla að stytta mér leiðir og þegar valið milli þess að keyra fjallveg til Hafnar og fara Austfyrðina alla og keyra 100 kílómetrum lengra er í boði þá vel ég alltaf fjallveginn, líka án varadekks. 40 kílómetrum frá skítapleisinu og 300 metrum yfir sjávarmáli, mitt á fjallvegi, rétt undir miðnætti í svartaþoku gerðist svo það sem hlaut að gerast. PÚFF!! og við föst. Kalt um niðdima nótt og kabúmm og nú voru góð ráð dýr.

To be con...

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Góða kvöldið

Afsakið hvað langt er síðan ég lét sjá mig hér. Ég hef reynt að skrifa en einhvernveginn langaði mig ekki að birta neitt sem skráðist. Kannski í lok mikillar vinnutarnar veikist gæðastjórnunin en kröfurnar aukast? Hvað veit ég, en hitt er svo allt annað mál að ég hef ekki fundið pennaröddina mína undanfarna daga enda verið upptekin við að hugsa og skipuleggja það sem framundan er. Það er nefnilega þannig að maður getur ekki verið með allar stöðvar í gagni á sama tíma (í langan tíma) án þess að eitthvað gefi sig.

Annars er ég staddur í höfuðstð norðurlands, hinum stórfagra smábæ Akureyri. Það er nefnilega eitthvað vði að keyra um herna, einhver fegurð og ró sem kallar svona mikið að fólki hingað og útskýrir kannski af hverju þeir sem hingað koma snúa eigi aftur.

Ég rifjaði það upp í eftirmiðdaginn þar sem ég keyri með minni íðilfögru konu inn Eyjafjörðinn að sem barn drapst ég næstum hérna inn í fyrði. Ég var að hjóla með afa mínum og hafði rekið yfir á vitlausan vegarhelming þegar ég heyrði bíl koma, ég sveigði, að ég hélt frá honum, en í raun sveigði ég beint fyrir hann. Bílinn skall á höfðinu á mér (Þetta var fyrir tíma hjólahjálma) og ýtti mér eina 30 metra áður en greyjið bílstjórinn (sem hélt að hann gæti bætt barnamorðingi á CV-ið sitt) náði að stoppa. ÉG lá svo hreyfingarlaus eftir (þegar maður hefur tækifæri til að láta alla vorkenna sér þá grípur maður það) og það var ekki fyrr en ég sá afa minn standa yfir mér sem ég settist upp, algerlega ómeiddur, og bað um að fá að fara heim. Ég hef ekki hugsað um þetta í langan tíma en þeirri hugsun skaut upp í kollinum áðan að venjulega myndi maður ekki lifa svona af, ef eðlis- og líffræðin hafa rétt fyrir sér þá á bíll á 60 kílómetra hraða sem skellur á höfuð tíu ára barns að drepa (eða allaveganna alvarlega skaða) barnið. En hér er ég, tilturulega heill (allavega á líkama)! Hverju á maður svona að þakka. Guðlegri forsjá eða heppni. Ég veit ekki um ykkur en ég vil fremur treysta á eitthvað sem bjargar lífi mínu frekar en á tilviljanakennda heppni, því hver veit hvað gerist næst þegar ég hjóla á vitlausum vegarhelmingi?

Annars er ég að vinna að grein um Palestínu og Ísrael þar sem ég fjalla um hverjir sé að læsa hverja inni.

Góða stundir

Þorleifur