sunnudagur, ágúst 03, 2003

Góða kvöldið

Afsakið hvað langt er síðan ég lét sjá mig hér. Ég hef reynt að skrifa en einhvernveginn langaði mig ekki að birta neitt sem skráðist. Kannski í lok mikillar vinnutarnar veikist gæðastjórnunin en kröfurnar aukast? Hvað veit ég, en hitt er svo allt annað mál að ég hef ekki fundið pennaröddina mína undanfarna daga enda verið upptekin við að hugsa og skipuleggja það sem framundan er. Það er nefnilega þannig að maður getur ekki verið með allar stöðvar í gagni á sama tíma (í langan tíma) án þess að eitthvað gefi sig.

Annars er ég staddur í höfuðstð norðurlands, hinum stórfagra smábæ Akureyri. Það er nefnilega eitthvað vði að keyra um herna, einhver fegurð og ró sem kallar svona mikið að fólki hingað og útskýrir kannski af hverju þeir sem hingað koma snúa eigi aftur.

Ég rifjaði það upp í eftirmiðdaginn þar sem ég keyri með minni íðilfögru konu inn Eyjafjörðinn að sem barn drapst ég næstum hérna inn í fyrði. Ég var að hjóla með afa mínum og hafði rekið yfir á vitlausan vegarhelming þegar ég heyrði bíl koma, ég sveigði, að ég hélt frá honum, en í raun sveigði ég beint fyrir hann. Bílinn skall á höfðinu á mér (Þetta var fyrir tíma hjólahjálma) og ýtti mér eina 30 metra áður en greyjið bílstjórinn (sem hélt að hann gæti bætt barnamorðingi á CV-ið sitt) náði að stoppa. ÉG lá svo hreyfingarlaus eftir (þegar maður hefur tækifæri til að láta alla vorkenna sér þá grípur maður það) og það var ekki fyrr en ég sá afa minn standa yfir mér sem ég settist upp, algerlega ómeiddur, og bað um að fá að fara heim. Ég hef ekki hugsað um þetta í langan tíma en þeirri hugsun skaut upp í kollinum áðan að venjulega myndi maður ekki lifa svona af, ef eðlis- og líffræðin hafa rétt fyrir sér þá á bíll á 60 kílómetra hraða sem skellur á höfuð tíu ára barns að drepa (eða allaveganna alvarlega skaða) barnið. En hér er ég, tilturulega heill (allavega á líkama)! Hverju á maður svona að þakka. Guðlegri forsjá eða heppni. Ég veit ekki um ykkur en ég vil fremur treysta á eitthvað sem bjargar lífi mínu frekar en á tilviljanakennda heppni, því hver veit hvað gerist næst þegar ég hjóla á vitlausum vegarhelmingi?

Annars er ég að vinna að grein um Palestínu og Ísrael þar sem ég fjalla um hverjir sé að læsa hverja inni.

Góða stundir

Þorleifur

Engin ummæli: