fimmtudagur, júní 03, 2004

Góða kvöldið

Ég lagði það til í grein minni á pólitík.is í dag að lýðræðið verða "jafnað" með því að taka upp öldungadeild. Þannig gæti þjóðin sjálf brúað bilið milli þing og þjóðar hreinlega með því að kjósa til öldungardeildar í samræmi við þá stjórnarmynd sem uppi er að hverju sinni.

Legg ég til að kosið verði á fjögurra ára fresti á þá á víxl við almennar þingkosningar og þurfi deildin að samþykkja öll lög sem í gegnum þingið fara. Takist ekki að ná málamiðlun milli almennrar þingdeildar og öldungardeildar í þremur tillögum þá á annað hvort að rjúfa þing og bjóða til kosninga eða að vísa tilfallandi máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.

og hananú!

En af mér er það persónulegt að frétta að sá frægi skóli, eRnst Busch í Berlín hafaði samband við mig og bauð mér að koma til þeirra sem gestanemi með það í huga að taka upp fullt nám við skólann þegar fram líða stundir. Hafa bæði skólayfirvöld sem og prófessor leikstjórnardeildar tilkynnt mér það að miðað við gefna reynslu þá þurfi ég ekki að leggja öll árin 4 að velli heldur verði reynt að koma því þanning fyrir að ég fái að mennta amig í því sem mér er ábótavant og leiði hitt hjá mér. Klári þá skólann á e.t.v. 2 árum í stað 4, já eða dvelji í skólanum en fái að fara hingað og þangað og setja upp eigin sýningar á milli dvalar í skólanum. En þetta yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi haustið 2005 þannig að mikið vatn á eftir að renna til sjávar enn!

Helsinki er mér alltaf betri og betri og mér líður æ betur, svona pínnku eins og á heimavelli. það er alltaf góð tilfinning!

Verstu fréttir vikunnar eru þær að ég kemst ekki heim í brúðkaup vinkonu minnar Dúnju. Ég hafði reitt mig á það að komast heim í tengslum við sigur í áhugamannasýningu ársins en stebbi Bald var ekki sammála mér. En sem betur fer tek ég meira mark á stúlkunni sem hnippti í mig í bókabúð í miðbænmum vikum eftir að sýningum lauk til þess eins að þakka mér fyrir ógleymanlegt kvöld. Mér tókst þar með hjálp snillingsins Dúnju og góðum hópi framúrskarandi listamanna að gera eitthvað sem ég er ennþá stoltur af og sé litla breytingu þar á í bráð.

Konan mín er yndislegri en nokkru sinni enn. Við verðum alltaf ástfangin á ný nokkrum sinnum á ári og mér finnst sem það sé að gerast núna. já, læífið er fallegt, er það ekki?

Þorleifur