föstudagur, desember 17, 2004

Góða kvöldið

Þá er tökum lokið á sjónvarpsseriunni (sitcom) Kallakaffi, en þar hef ég staðið í því að skipa fyrir og skipta mér af frá fyrsta degi.

Þetta var afar erfið en gefandi vinna sem ég mun búa að.

Einnig tók ég upp á því þegar tók að líða á að gera svonkallaða "making off" (Af því að ég hafði ekki nóg að gera!!!). ÉG tók þann pól í hæðina að fara aðeins öðruvísi leið að því og afraksturinn verður kynntur í Janúar þegar serían er við það að fara í spilun. Ekki er víst á þessari stundu hvort að Saga Film og hvað þá RÚV munu taka "making off" til sýningar en allaveganna þá var það skemmtileg búbót!

Svo fer ég í fyrramálið til draumalandsins ( í þessu tilviki Finnlands) þar sem ég mun eyða jólunum í húsi án rafmagns og rennandi vatns, þar sem viður sér fyrir upphituninni og friður finnsku skógana endurnærir sálina.

Ég fékk svo símtal í dag frá DV. Það vildi svo skemmtilega til að þar hafði einhver lesið grein mína um stöðu íslenska menntakerfisins og vildi fá að vita hvað mér fannst markverðast í fréttum þessa vikuna. Ég var mjög undrandi á því að þau skildu hafa samband við mig útaf þessari grein minni þar sem ég er á því að hún sé með þeim verri sem ég hef skrifað á politik.is Ég var að fjalla um einhverja alþjóðlega samanburðarrannsókn þar sem íslensk ungmenni voru fremst í flokki samanburðarlanda okkar (Venezuela og Kongó) en neðan en öll hin norðurlöndin. Og því undraðist ég að hér væri þagað yfir þessu þunnu hljóði á meðan að í noregi og Svíþjóð væri allt á öðrum endanum yfir slæmum niðurstöðum. Rétt að minnst á þetta en engu að síður þá fannst mér undarlegt að þau skildu hafa samband þar sem ég ekki aðeins miskvótaði nafn rannsóknarinnar heldur bauð ekki upp á nein konkret dæmi eða tilvitnanir heldur skrifaði algerlega út frá skoðunum mínum og minni (sem í þessu máli kom í ljós að var ansi glopótt). ÞAð er pínku sorglegt að það versta sem maður geri kalli til manns dagblöðin...

En annars er ég á geðveikrarmörkum af þreytu og slútta þessu því í snatri...

Góða nótt og njótið jólageðveikinnar. Ég mun hugsa til landans í óbyggðarkofanum mínum.

Þorleifur

mánudagur, desember 13, 2004

Góðan daginn

Það er stund á milli stríða. Ég er í vinnunni og samkvæmt öllu þá ætti ég að vera inni í stúdíói að öskra og reka á eftir fólki, hugsa allt fyrir alla og stressa mig óhóflega. En allt í einu þá afboðaði einhver leikari komu sína og planið var hrunið. Og þegar plön hrynja í mínu djobbi þá er ég í vonum málum og allir fara að stressast og ég er sökudólgurinn.

Allt í einu skilur maður afstöðu sendiboðans sem maraþonhlaupið er kenndur við (og var hogginn í herðar niður í kjölfar þess að hann bar kóngi slæmar fréttir) því að allt í einu þá er það upp á mitt að redda þessu eða taka afleiðingunum...

En annars þá er ansi margt að gerast. Ég er að hugleiða eins og tvo tilboð og svo er handrit sem ég mun leikstýra og er co-writer af komið á grunnstig framleiðslu þannig að margt er í spilunum.

Framleiðslan á American Diplomacy er komin í gang og það er alltaf jafn erfitt að finna einhvern sem langar að nota fjármagnið sitt í leikhús. En við reynum ótrauðir.

Annars þá gat ARnar Jónsson ekki leikið forsætisráðherran. Stefán Baldursson kom að máli við hann og tilkynnti að hann væri að fara í tvær sýningar eftir áramót. Þetta er náttúrulega alveg týpiskt fyrir vinnubrögðin í þessu húsi þjóðarinnar að allt er ákveðið á síðustu stundu og svo það komi öllum hlutaðeigandi sem verst. Ég velti því fyrir mér hvort hann hafi frétt af American Diplomacy og brugðist við, ég á við, hann reyndi allt hvað hann gat til að skemma fyrir Sveinsstykki í fyrra svo ég trúi hverju sem er uppá þennan mann...

En ég bið að heilsa í bili enda er það í mótsögn við orð mín hér áðan að ég hafi þennan tíma til þess að skrifa.

Bestu kv.

Þorleifur