föstudagur, desember 17, 2004

Góða kvöldið

Þá er tökum lokið á sjónvarpsseriunni (sitcom) Kallakaffi, en þar hef ég staðið í því að skipa fyrir og skipta mér af frá fyrsta degi.

Þetta var afar erfið en gefandi vinna sem ég mun búa að.

Einnig tók ég upp á því þegar tók að líða á að gera svonkallaða "making off" (Af því að ég hafði ekki nóg að gera!!!). ÉG tók þann pól í hæðina að fara aðeins öðruvísi leið að því og afraksturinn verður kynntur í Janúar þegar serían er við það að fara í spilun. Ekki er víst á þessari stundu hvort að Saga Film og hvað þá RÚV munu taka "making off" til sýningar en allaveganna þá var það skemmtileg búbót!

Svo fer ég í fyrramálið til draumalandsins ( í þessu tilviki Finnlands) þar sem ég mun eyða jólunum í húsi án rafmagns og rennandi vatns, þar sem viður sér fyrir upphituninni og friður finnsku skógana endurnærir sálina.

Ég fékk svo símtal í dag frá DV. Það vildi svo skemmtilega til að þar hafði einhver lesið grein mína um stöðu íslenska menntakerfisins og vildi fá að vita hvað mér fannst markverðast í fréttum þessa vikuna. Ég var mjög undrandi á því að þau skildu hafa samband við mig útaf þessari grein minni þar sem ég er á því að hún sé með þeim verri sem ég hef skrifað á politik.is Ég var að fjalla um einhverja alþjóðlega samanburðarrannsókn þar sem íslensk ungmenni voru fremst í flokki samanburðarlanda okkar (Venezuela og Kongó) en neðan en öll hin norðurlöndin. Og því undraðist ég að hér væri þagað yfir þessu þunnu hljóði á meðan að í noregi og Svíþjóð væri allt á öðrum endanum yfir slæmum niðurstöðum. Rétt að minnst á þetta en engu að síður þá fannst mér undarlegt að þau skildu hafa samband þar sem ég ekki aðeins miskvótaði nafn rannsóknarinnar heldur bauð ekki upp á nein konkret dæmi eða tilvitnanir heldur skrifaði algerlega út frá skoðunum mínum og minni (sem í þessu máli kom í ljós að var ansi glopótt). ÞAð er pínku sorglegt að það versta sem maður geri kalli til manns dagblöðin...

En annars er ég á geðveikrarmörkum af þreytu og slútta þessu því í snatri...

Góða nótt og njótið jólageðveikinnar. Ég mun hugsa til landans í óbyggðarkofanum mínum.

Þorleifur

Engin ummæli: