laugardagur, júlí 26, 2003

Góða kvöldið

Stutt og laggott. Mikið búið að vera í gangi undanfarna daga. Verið að reyna að koma 4 nýjum verkum á svið í einni heildarmynd án þess þó að draga heima hinna mismunandi verka saman í einn hrærigraut. Þetta er verðurgt verkefni og þar sem ég er afskaplega háður því að allt líti út fyrir að hugsun standi að baki gerir svona stutt æfingatímabil mér erfitt fyrir. 3 vikur þar af innifalið 9 daga frí. Þetta verður töff en gerlegt er það...

Það er óttinn við félagsheimilalookið sem rekur mig áfram til góðra verka....

Heyrumst síðar.

Þorleifur

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Góða kvöldið.

Kíkti í moggan og varð glaður. Þetta birtist á mbl.is rétt áðan.

„Tveir helstu böðlar veldisins“ eru fallnir, segir Bush


George Bush Bandaríkjaforseti kallar dauða þeirra Odai og Qusai, sona Saddams Husseins, skýrasta merkið hingað til um að „gamla veldið sé hrunið og muni ekki eiga afturkvæmt,“ en bræðurna kallaði hann „tvo helstu böðla veldisins [...] sem ábyrgir eru fyrir pyntingum, limlestingum og drápum fjölda Íraka.“
Forsetinn lét þess þó getið, að „nokkur vígi væru eftir“ hliðholl stjórn Husseins og þau hægðu á því ætlunarverki að koma á stöðugleika og frelsi í Írak. „Þessir morðingjar eru óvinir írösku þjóðarinnar. Þeir starfa aðeins á fáum svæðum í landinu og hvar sem þeir starfa er verið að elta þá uppi og þeir verða sigraðir“ sagði Bush og bætti því við, að hann væri ákveðinn í að hjálpa til við að koma á fót frjálsri þjóð sem byggi við lýðræði í Írak.

Það er fallegt til þess að vita að svona hugsum við um mannverur. Enn eru nokkur víg eftir, en það eru líka bara víg á fólki sem við ákváðum að ættu ekki skilið að lifa lengur. Einnig var strákur sem vann mig í skák þegar ég var við það að falla í Yale og verður hann fluttur til Cuntanamo til þess að læra að melta taflmennina eftir að haf innbirgt þá í gegnum endaþarminn. En þetta er bara hluti af því hvernig við förum að því hérna í landinu sem stendur undir grundvallarmannréttindum og er varnadri frelsisins.

Þrátt fyrir þennan sigur er enn deilt um notkun falskra upplýsinga um gereyðingarvopnamál Íraka til að réttlæta innrásina í mars.

Þetta er einnig áhugavert því nú er það ekki byssuglaði morðinginn sem talar heldur hið íslenska morgunblað. Semsagt, samkvæmt Morgunblaðinu, er það orðinn sigur að taka menn af lífi, skjóta þá eins og hunda og hlaupa svo áfram í leit af fleirum. Ég er glaður að búa í landi þar sem hlutleysi fjölmiðlana er í fyrirrúmi.

Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, lýsti því yfir í gær, að hún tæki á sig ábyrgð á ummælum í ræðu Bush í janúar um meint úraníumkaup Íraka. Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafinn Stephen Hadley sagði, að ummæli á svipuðum nótum hefðu verið tekin út úr ræðu sem forsetinn flutti í október í kjölfar athugasemdar frá George Tenet, yfirmanni leyniþjónustunnar CIA. Sagðist Hadley betur hafa tekið ummælin einnig út úr janúarræðunni í tæka

Hver er eftir í yfirstjórn BNa sem er ekki búinn að taka á sig ábyrgðina nema maðurinn sem er í raun ábyrgur.

Það er gaman að fylgjast með þróun þessa alþjóðlega farsa, enda ekkert raunverulegt í húfi nema nokkur þúsund líf, og samkvæmt Morgunblaðinu væri bara sigur ef okkur tækist að murka úr þeim lífið. Lifi frelsið!

Þorleifur

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Góða kvöldið

Vitið þið hvað. Mig er farið að gruna að mér hafi mistekist ætlunarverk mitt. Ekki það ég viti hvað það nákvæmlega er en eitthvað inn í mér segir mér að mér hafi mistekist ætlunarverk mitt. Hvað er það sem kallar? Hvaða rödd er það innra með mér sem er svona viss að mér hafi mistekist? Það er sálin. Sálin sem segir mér að ég eigi ekki að vera einn þeirra sem horfa í hina áttina þegar traðkað er á þeim sem minna má sín. Sálin sem vill ekki að ég taki þátt í svindli og svínaríi heldur að ég láti stjórnast af æðri kvötum hugsjónar og mannelsku. Sálin sem vill ekki vera afbrýðisöm og sjálfselsk heldur teygi arma mína út og faðmi þá að mér sem gengur betur og gera meira. Þannig er sálin og þar liggur röddinn.

En ég hef svikið hana. Ég hef öfundað og fylgt því eftir í máli og gerðum, ég hef horft í hina áttina þegar traðkað var á fólki, ég hef setið hræddur út í horni þegar einhver fékk yfir sig eitthvað sem hann eða hún átti ekki skilið og talið mér trú um að ég gæti ekkert gert. Þetta eru allt hlutir, ekki glæpir, sem ég hef gerts sekur um. Er ég dæmdur fyrir það? Ekki af samfélaginu í kringum mig því þetta er viðurkennd sjálfsbjargarviðleytni en kannski af sálinni.

Æ ég veit það ekki. Kannski er ég bara þreyttur og misskil skilaboðin, en kannski ekki. Kannski sprettur þessi texti af morðunum og hörmungunum í fréttunum, kannski af manninum sem ég rakst á í morgun og var að safna flöskum, ég rétti honum flöskurnar sem ég var með en horfði á hann með samúðaraugum sem töluðu tungum. Að einn daginn myndi hann kannski ná sér uppúr þessu, einn daginn yrði þetta ekki svona sárt, að einn daginn myndi hann átta sig á því að sólin skini ennþá. En ég var þögull og horfði með talandi brosinu og vonurfullu augunum en GERÐI ekkert, sagði ekkert.

Þessi heimur er svo skrítinn og óréttlátur og rotinn en samt er hann svo ótrúlega fallegur og bjartur á stundum að maður getur ekkert annað en trúað, trúað að einhvern daginn muni maður eins og ég þora að opna munninn og segja orðin í staðin fyrir að hugsa þau. Muni gera í stað þess að vorkenna.

Kannski einhvertímann, en þangað til getur maður bara vonað.

Góða nótt

Þorleifur

mánudagur, júlí 21, 2003

Góðan daginn.

Mér finnst bara eitthvða fyndið við að sitja við tölvu inn á skrifstofu LÍN og skrifa á bloggið mitt. Það er þannig að fáar stofnanir hafa verið mér meiri uppspretta gremju og biturleik en einmitt þessi hér. Henni virðist alltaf takast að vera akkúrat með regluna sem skemmir allt fyrir þér, viðmótið sem passar ekki líðan þinni, reglugerðir sem stangast á við (að maður telur sjálfur) grundavallarmannréttindi.

En svo er einnig gaman að skoða það hvaða áhrif þessi stofnun hefur á samfélagið. ÉG tel til dæmis að þessi stofnun halda uppi velflestum af börum bæjarins. Allaveganna eru þeir alltaf fullir af blindfullum stúdentum allar helgar og virðist svoldið skondið að skoða það í samhengi við endalausare kvartanir um hvað lánin eru lág.

Svo náttúrulega er þetta eitt af fáum jöfnunartækjum sem til er. Sjóðurinn á að sjá til þess að allir hafi jafnan aðgang að skólavist, burtséð frá efnahag og heimilisaðstæðum. En stendur hann virkilega undir þeirri staðhæfingu. Ef maður hefur til dæmis verið úthlutað það hlutskipti að vera af fátæku fólki eða drykkjufólki sem ekki á nokkurn hlut. Það ætti á blaði ekki að geta staðið manni í vegi fyrir því að fá lán, er það nokkuð? En svo vill til að maður þarf að hafa ábyrgðarmann til þess að geta fengið lán hjá sjóðnum og ef foreldrar þínir drukku allt frá sér eða töpuðu því í lífsins olgusjó þá bara sorry. En samt hefurðu jafnan rétt til þess að mennta þig. Skemmtu þér vel.

Svo væri líka gaman að fá upplýsingar um það hjá bönkunum hversu mikið þeir hafa af námsmönnum á ári í vexti af yfirdrættinum sem þeir bjóða námsmönnum uppá á kostakjörum. Aðeins 12,9. Þetta eru svipaðir vextir og boðið er upp á ef þú ert að greiða dráttarvexti af gjaldföllnu láni í flestum örðum löndum. Það segir mér enginn að þetta sé ekki úthugsað hjá yfirvaldinu, gaman væri bara að vita hvað þeir fengju í staðinn. Sem dæmi þá er það þannig í Finnlandi að námsmönnum eru boðin uppá vaxtalaus lán á meðan þeir eru í námi því bankinn sér sér hag í því að vinna sér inn ánægju og traust ungra menntamanna. En ekki er það skrifað í skýin að Íslendingar muni gera neitt í þessu á næstu árum eins og þjónustulund fyrirtækja og þjónustukröfu neytenda er háttað.

Mér finnst gott að til staðar sé batterí eins og LÍN. En mun betra væri ef bastteríið inni fyrir hagsmuni þeirra sem þar að njóta þjónustu þeirra.

Bestu kveður

Þorleifur

Góða kvöldið

Ég ákvað þriðju helgina í röð! að fara með yndilegu konunni minni í sumarbústað. Það er eitthvað við það að yfirgefa borgina og radíóbylgjurnar sem gerir þetta að ómótstæðilegum kosti (kosti sem einungis býðst takmörkuðum fjölda mannkyns skyldi maður ekki gleyma). Við eyddum laugardeginum í tæplega 30 gráðu hita röltandi um ber að ofan (þ.e. ég) og veltum fyrir okkur hvar golfstraumurinn hafi verið framan af sumri.

Einnig hafið maður smá tíma milli formúlunnar og golfsins í kassanum til þess að vinna aðeins að komandi verkum. Fréttaleiksýningarinnar sem fer á fjalirnar á næstu vikum og svo í framhaldi 1984. Sú bók er eins og frábært kvikmyndahandrit og liggur við að maður geti sagt að hún skrifi sig sjálf. Eina sem mig vantar er barnakór sem má vaka langt fram á kvöld (anyone?)

SVo er bara að halda ótrauður áfram , njóta lífsins, læra að skipuleggja sig og kissa heiminn eða týnast ella.

Góða nótt

Þorleifur