miðvikudagur, júlí 23, 2003

Góða kvöldið.

Kíkti í moggan og varð glaður. Þetta birtist á mbl.is rétt áðan.

„Tveir helstu böðlar veldisins“ eru fallnir, segir Bush


George Bush Bandaríkjaforseti kallar dauða þeirra Odai og Qusai, sona Saddams Husseins, skýrasta merkið hingað til um að „gamla veldið sé hrunið og muni ekki eiga afturkvæmt,“ en bræðurna kallaði hann „tvo helstu böðla veldisins [...] sem ábyrgir eru fyrir pyntingum, limlestingum og drápum fjölda Íraka.“
Forsetinn lét þess þó getið, að „nokkur vígi væru eftir“ hliðholl stjórn Husseins og þau hægðu á því ætlunarverki að koma á stöðugleika og frelsi í Írak. „Þessir morðingjar eru óvinir írösku þjóðarinnar. Þeir starfa aðeins á fáum svæðum í landinu og hvar sem þeir starfa er verið að elta þá uppi og þeir verða sigraðir“ sagði Bush og bætti því við, að hann væri ákveðinn í að hjálpa til við að koma á fót frjálsri þjóð sem byggi við lýðræði í Írak.

Það er fallegt til þess að vita að svona hugsum við um mannverur. Enn eru nokkur víg eftir, en það eru líka bara víg á fólki sem við ákváðum að ættu ekki skilið að lifa lengur. Einnig var strákur sem vann mig í skák þegar ég var við það að falla í Yale og verður hann fluttur til Cuntanamo til þess að læra að melta taflmennina eftir að haf innbirgt þá í gegnum endaþarminn. En þetta er bara hluti af því hvernig við förum að því hérna í landinu sem stendur undir grundvallarmannréttindum og er varnadri frelsisins.

Þrátt fyrir þennan sigur er enn deilt um notkun falskra upplýsinga um gereyðingarvopnamál Íraka til að réttlæta innrásina í mars.

Þetta er einnig áhugavert því nú er það ekki byssuglaði morðinginn sem talar heldur hið íslenska morgunblað. Semsagt, samkvæmt Morgunblaðinu, er það orðinn sigur að taka menn af lífi, skjóta þá eins og hunda og hlaupa svo áfram í leit af fleirum. Ég er glaður að búa í landi þar sem hlutleysi fjölmiðlana er í fyrirrúmi.

Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, lýsti því yfir í gær, að hún tæki á sig ábyrgð á ummælum í ræðu Bush í janúar um meint úraníumkaup Íraka. Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafinn Stephen Hadley sagði, að ummæli á svipuðum nótum hefðu verið tekin út úr ræðu sem forsetinn flutti í október í kjölfar athugasemdar frá George Tenet, yfirmanni leyniþjónustunnar CIA. Sagðist Hadley betur hafa tekið ummælin einnig út úr janúarræðunni í tæka

Hver er eftir í yfirstjórn BNa sem er ekki búinn að taka á sig ábyrgðina nema maðurinn sem er í raun ábyrgur.

Það er gaman að fylgjast með þróun þessa alþjóðlega farsa, enda ekkert raunverulegt í húfi nema nokkur þúsund líf, og samkvæmt Morgunblaðinu væri bara sigur ef okkur tækist að murka úr þeim lífið. Lifi frelsið!

Þorleifur

Engin ummæli: