föstudagur, júní 27, 2008

Góðan daginn

Hér í Berlín er gaman að vera þessa dagana. Hér eru Þjóðverjar að fagna því að komast í leik gegn Spánverjum. Þeir virðast ekki ætla að taka það nærri sér að þeir muni tapa þessum leik, hér er bjór til sölu út um allt - lausn við vonbrigðum segir á söluskiltunum.

Ég er svo að ganga frá mínum málum hér, koma öllu í röð og reglu áður en ég kem heim til þess að vinna í sumar.

Reyndar verð ég með annan fótinn hér - sumsé - flökugeitin er ekki aveg farin í frí, en samt, ég hef ekki verið heima lengur en í 10 daga svo árum skiptir. Eða þannig....

Ég var orðinn leiður á því að hitta vini mína á fundum, vera rétt búinn með upptalninguna á því hvað maður er að gera áður en maður þurfti að fara á næsta fund.

Sumsé, ég kem glaður heim í rokið og rigninguna, eða réttara sagt slydduna sem spáð er á morgun.

Þangað til, góða skemmtun...

Þorleifur

sunnudagur, júní 22, 2008

Og enn léttist í röflinu

Fyrir þá sem það ekki vita er ég forfallinn fótboltaáhugamaður, og hef því litlu getað komið í verk undanfarna daga. Ég hef nefnilega verið að lesa fréttir um liðið mitt Arsenal sem virðist vera að takast það að selja allt liðið sitt og það eins hratt og framherjarnir geta hlaupið.

Þetta hefur dregið mjög úr ánægju minni af því að horfa á Evrumótið og kann ég herra wenger litlar þakkir fyrir.

Ekkert gat samt kastað skugga á hrikalega gott spil Rússanna sem eru hér eftir uppáhaldsliðið mitt.

Og vil ég því leggja til við sölustjórann Wenger að hann kaupa tíuna hjá Rússum.Þetta er einhver besti leikmaður sem ég hef séð og hann myndi smellpassa inn í Arsenal liðið.

Milli þess sem ég örvænti hér í Berlíanrþrumuveðrinu er ég að lesa verkið sem ég er að fara að leikstýra heima í sumar, sem og Rómeó og Júlíu sem ég er að fara að gera í Sviss næsta vor. Hingað er að koma maður til þess að ræða verkið við mig, bera saman þýðingar og svona, og þá er eins gott að hafa eitthvað pínkulítið gáfulegt að segja.

Sumsé örvænting í fótboltanum og hjá parinu eilífa, en ekki hjá mér, enda hef ég lausnir á flestu...

Bestu kv.

Þorleifur