laugardagur, maí 01, 2004

Góðaan daag og gleðilegan verkalýðsdag!!

Í dag er stór dagur!

Fyrsta umsókn fyrir Pétur Gaut er farinn inn. Þetta stærsta verkefni næsta árs í finnsku leikhúsi hefur tekið fyrsta skrefið í átt að veruleika.

Nú þegar hefur stærsti og frægasti kóreógraf Finnlands slegist í hópinn sem og þekktasti ungleikari FInna. Nú er bara að finna Pétur Gaaut eldri og þá er stóra púslið komið.

ÉG finn að þetta á eftir að marka tímamót, ekki aðeins í ferli mínum sem leikstjóra heldur (vonandi ) í finnsku leikhúsi!

Svo vona ég að allir muni eftir þeim sem börðust fyrir þessum degi og hvað barist var fyrir.

Bestu kv.

Þorleifur

PS: Ti lhamingju með Afmælið Oddný mín

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Góðan daginn

það fer að líða að svarbréfi mínu til BB en þar sesm allt er á fullu í finnskum leikhúsheimi þá verður það að bíða eitthvað, en ég lofa að verða fljótur.

Annars er ég búin að fá góðan slatta af e-mailum þar sem mér er hrósað fyrir skrifin og augljóst er að þau vöktu töluverða athygli þó sv ég búist kannski ekkert endilega við því að Moggin hringi í mig á næstunni...

En kannski eru þeir búnir að gleyma að BB var ritstjóri þar, ég veit að ég er búinn að því!

Góða nótt

Þorleifur