laugardagur, nóvember 15, 2008

Ég er rokinn út á land.

Bauðst að koma á meðferðarstofnun alkóhólsjúklinga og flytja smá hugvakningu. 

Þar sem ég tel mig vera hér á landi til þess að rannsaka fylliríið sem þjóðin er búin að vera á undanfarið fannst mér þetta upplagt.

Ef maður er of lengi á fylleríi, virðir allar viðvaranir að vettugi, ert í fullkominni afneitun á ástandið, ferð ekki eftir læknisráði og drekkur allt frá þér hegina áður en þú leggst inn á vog, þá átu við vandamál að stríða.

Og eftirköstin eru erfið...

Heimsókn á meðferðarheimili er því líkleg besti staðurinn til mikro kosmós rannsókna sem hægt er að finna.

Svo er líka svo gaman að fólki sem búið er að gefast upp í auðmýkt fyrir ástandinu og hefur snúið af fyrri vegi og stefnir nú á að byggja upp í stað þess að halda sig í gamla minstrinu.

Þ

föstudagur, nóvember 14, 2008

já, og by the way

Björgvin segir: "eigum peninga til þess að borga ICE SAVE"og vitnar í Björgólf eldri. Þetta lét bankamálaráðherran í alvöru út úr sér. Og svo eru menn að velta fyrir sér af hverju hann eigi að víkja sæti.

Rétt eins og þegar jón Ásgeir skrifar í blaðinu að eignir hans hafi numið 1200 milljörðum um mitt ár hafa enga þýðingu (markaðir hafa hrunið síðan þá) hefur yfirlýsing Björgólfs í Kastljósi gærkvöldsins enga þýðingu. 

Hvað menn áttu fyrir bankahrunið, hvert verðmæti hlutanna var fyrir hrunið hefur enga merkingu í dag. Það kaupir engin fyrirtæki í dag á markaðsvirði af þeirri einföldu ástæðu að þess þarf ekki. Og það borgar engin meira en hann þarf. 

Svo er nú hitt að menn eru byrjaðir að búa til  pakka sem þeir selja út úr bönkunum, aðallega vinum sínum og félögum. Aldrei hafa aðstæður í íslensku stjórnkerfi boðið upp á meiri spillingu.

Eru eftirlitsstofnanirnar sem flutu sofandi að feigðarósi, með okkur innbirðis, vaknaðar?

Þ
Ég sagðist ætla að þegja.

En er það hægt.

Svona einvhernveginn standa málin fyrir mér:

- 53.363 Íslendingar hafa skrifað undir skjarinn.is og er tilgangurinn þar að draga RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta kemur í kjölfar uppsagna allra starfsmanna fyrirtækisins og í stað þess að leggjast í kör þá snúa þeir taflinu við og efna til stærstu undirskriftarsöfnunar í Íslandssögunni. Flott framtak og eftirtektarverður baráttuhugur.

- 4.420 hafa skrifað undir kjosa.is sem snýst um það að knýja stjórnvöld til kosninga. Þegar þetta er skrifað hafa stjórnvöld ekki svarað því hvort boðað verði til kosninga að öðru leyti en því að forsætisráðherra segir að það sé ekki á dagskrá.

Niðurstaðan er sú að rúmlega 10 sinnum fleiri eru tilbúin að leggja nafn sitt við að halda auglýsingarsjónvarpsstöð gangandi en að krefjast þess að hið lýðræðislega gangverk virði vilja fólksins.

Og við erum undrandi á því að það sé komin kreppa?

Þorleifur