laugardagur, nóvember 19, 2005

Góðan daginn

Lífið hefur tekið yfir undanfarnar vikur.

Skólinn er allt að 12 tímar á dag, Meri er komin, Jósi mágur heimsótti, Solla systir heimsótti og ég er þess á milli að undirbúa undir vinnu komandi sumars.

Þetta verður spennandi vetur. Skólinn er sérlega teóretískur, svona eins og við var að búast, en það þýðir ekki að mann klæji ekki í fingurna að koma að vinnu. Þetta er fullmikið tal og of lítið vinn.

Reyndar vissi ég að svo væri og er fyllilega sannfærður um að þessi grundvallarþekking í handverki muni koma manni vel.

Hlakka bara til að komast af stað með það.

En skólinn er búinn að samþykkja að verkefnið sem eg muni vinna í sumar verði hluti af skólagöngunni þannig það ætti að vera spennandi, jafnvel maður taki sýninguna hingað út. En það er seinni tíma mál.

Sit í Hamborg á skólamóti leikstjórnarskóla, veturinn er kominn og lífið gengur sinn óvanalega vanagang.

Góðar stundir.

Þorleifur