laugardagur, nóvember 18, 2006

Góðan daginn

Það verður ekki annað sagt en að niðurstaða prófkjörs samfylkingarinnar hafi verið vonbrigði.

Lítil sem engin endurnýjun átti sér stað sem hlýtur að teljast alvarlegt í ljósi þess að ekki aðeins hafði því verið haldið fram (réttilega) að 2 - 3 þingmenn myndu falla út heldur hitt að þetta er sami hópurinn og stóð bakvið hin sundurlausu skilaboð síðastu 2 vetur.

Einnig er þetta alvarlegt í ljósi þess að töluverð endurnýjun átti sér stað í Sjálfstæðisflokknum sem bjóða upp á 2 ný andlit í fremstu röð, lítur fersklega út.

Það voru miklar kanónur sem buðu sig fram í prófkjörinu í Reykjavík og hefðu án vafa dregið mikið fylgi að flokknum í næstu kosningum en það var ekki stemmningin hjá þeim kjarna flokksins sem kaus.

Vitað væri að ef um lélega kjörsókn væri að ræða þá myndi kjarninn koma og kjósa sína, og það varð raunin. Reyndar eru sögusagnir uppi um að einstaka frambjóðendur hefi myndað með sér bandalag til þess að tryggja stöðu sína og sjá til þess að fersk andlit kæmu inn. Hvort þetta er satt læt ég ósagt en það er með ólíkindum eftir óánægjuna sem er með flokkinn í samfélaginu þessa dagana að ekki hafi verið meiri endurnýjun.

og þetta mun kosta flokkinn í kosningum.

Annars situr maður við skrif að venju, og gengur það hægt en framskríður...

Einnig, ég er að lesa Sjálfstætt fólk aftur og mynntist þess ekki hversu stórkostleg þessi bók er. Málfarið, stíllinn, stærðin í fábreytninni. Þetta er stórkostleg bókmennt!

Annars bið ég að heilsa í bili.

Svo fer ég að fara eitthvað í leikhús og mun vissulega skrifa um það um leið hér.

Bestu kv.

Þorleifur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]online casinos[/url] coincide the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]casino bonus[/url] manumitted no deposit reward at the leading [url=http://www.baywatchcasino.com/]laid-back gratuity casino
[/url].