laugardagur, mars 29, 2008

Um banka

Bankarnir felldu gengið. Þarf einhverja rannsókn til þess að komast að því?

Skoðum dæmið.

Bankarnir fá hvergi lánaða peninga, að minnsta kosti ekki á vöxtum sem þeir geta lifað við (í orðsins fyllstu merkingu). Þetta stafar af því að það treystir þeim enginn.

Þeir eru staddir í litlu óöruggu viðskiptaumhverfi, þeir eru mjög skuldsettir, þeir hafa verið djarfir á erlendum mörkuðum, þeir hafa leyft kúnnum sínum að gíra sig alveg í botn og svo framvegis, söguna þekkjum við öll.

Nú, það er því aðkallandi fyrir þá að endurreisa traustið sem erlendir bankar hafa til þeirra. Helsta leið til þess að sýna að reksturinn sé í góðum málum.

Leið viðskiptalífsins til þess að gera slíkt er að skoða ársfjórðungsuppgjör fyrirtækja.

Bankarnir þurfa því umfram allt góð uppgjör eftir fyrsta fjórðung.

En það er erfitt þegar þeir eru ekki að loka dílum (þar sem stærstu þóknanirnar eru) vegna þess að þeir eru ekki að fá lánaða peninga sem þeir geta lánað aftur. Þeir eiga líka erfitt með að lána af eigin peningum vegna þess að þá myndi eiginfjárhlutfallið lækka sem aftur liti illa út fyrir erlendum aðilum.

Og eru því góð ráð dýr.

Ekki er hægt að græða meira en komið er á því að kaupa og selja bréf í sömu 15 fyrirtækjunum í kauphöllinni, það game er búið í bili og því er í raun bara ein leið fyrir þá.

Það er að taka stórar stöður í íslensku krónunni, gagnvart evrunni hvað helst, og aðstoða svo eftir fremsta mætti fall gengisins.

Í kjölfarið geta þeir svo sett gengishagnaðinn inn í ársfjórðungsuppgjörið sem lítur þá miklu betur út. Bankarnir vonast svo til þess að fjármálamarkaðirnir opnist og fari að lána þeim fé að nýju (enda líta uppgjörin þeirra vel út) og þá geta þeir leyft genginu að læðast til baka.

Það er regla þegar leitað er sökudólga að skoða það hver hagnist mest.

Í þessu tilfelli er það augljóst.

Eða hvað?

Þorleifur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ertu viss um að þú sért listamaður en ekki hagfræðingur?

kv. ibb

Thorleifur Örn Arnarsson sagði...

Maður veltir því stundum fyrir sér...

En ég skal bæta úr því með næstu færslu.

ÞÖA