fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Veruleikinn er horfinn, það er ekkert eftir nema skringilegt samansafn súrrealískra atburða.

Allir segjast bera fulla ábyrgð en það er greinilega einhver önnur ábyrgð en venjulegir borgarar bera þegar þeir klúðra sínum ábyrgðum. Í þeim tilfellum er gengið á mann með lögum eða vinnumissi. En þetta á greinilega ekki við um stjórnmálamenn og embættismenn.

Menn tala um að þeir hafi ekki vitað en gögn segja annað.

Menn segjast hafa varað við en gögn segja annað.

Menn segja hlutina vera einhverju öðru að kenna en gögn segja annað.

Menn segjast vera að segja allt sem má en gögn segja annað.

Menn segjast skilja mótmæli en aðgerðir þeirra (eða aðgerðaleysi) segja annað.

Menn segja eitt og eru annað.

Þetta er grunntvískinnungur samtímans. Svokallað paradox.

Og maður var orðinn þessu svo samdauna að maður kippti sér ekki upp við það. Ekki fyrr en maður upplifði að þetta fólk hefur áhrif á framtíð manns, standa milli manns og gjaldþrots. Þá hættir manni að vera á sama um paradox stjórnmálanna og vill bara sannleikann, ekki pólitíkina, eki lygarnar og blekkingarnar, ekki valdaleikina og allt hitt.

Bara sannleikann.

Mun a næstunni skrifa pistla um Súrrealista leikhús nútímans - veruleikann

Þ

Engin ummæli: