laugardagur, nóvember 22, 2008

Frá Berlín

Var að horfa á Kastljós. Það var spyrpa þar sem farið var yfir mótmæli líðandi stundar.

Sitjandi í Þýskalandi þá brá mér heldur við að sjá Viðar Þorsteinsson kalla lýðræði, lýðræði, lýðræði með hægri hendi á loft.

Sá svo ekki betur en að bakvið hann stæði Hörður Torfason með klút um hægri upphandlegg, sem hófst svo á loft undir köllum Viðars.

Svona táknmyndir eru einfaldlega bannaðar hérna.

Vona samt að sem flestir mæti á morgun á Austurvöllog að þar haldist sá frábæri andi sem hefur ríkt hingað til.

Og að mótmælin haldist friðsöm og skynsöm.

Þ

Engin ummæli: