sunnudagur, febrúar 03, 2008

Góða kvöldið

Mannanafnanefnd, já, ég veit ekki.

Það er eitthvað svoldið sætt við þessa nefnd. Það er eitthvað fallegt við það að nöfn þurfi að samræmast íslenskum hefðum. Kannski er þetta bara þar sem ég bý í útlöndum og hef svona létta nostalgíu fyrir hinu íslenska í fjarskanum.

En ég held reyndar að raunverulega ástæðan fyrir þessari nefnd sé til þess að vernda börn fyrir einhverjum hugdettuvitleysum foreldra. Þið vitið, þessi pínlegu nöfn sem maður heyrir hjá fólki þegar maður sér börnin þeirra í fyrsta skipti og maður brosir framan í nýbakaða foreldaranna og hrósar nafninu á sama tíma og mænan kólnar og maður biður guð að þetta nafn rými ekki við einhvern viðbjóð.

En eins og með svo margt í dag þá má aldrei koma frá hinu opinbera raunverulegar ástæður, því að þær gætu hljómað forræðislegar. Besta dæmið reykingabannið. Vinnuvernd my ass! EF svo væri þá væru þjónustulaus herbergi leyfð. Nei, þetta er forræði og ef það væri viðurkennt væri hægt að ræða það í alvörunni. Og þá komist að niðurstöðu sem allri eru sáttir við, en til þess þurfa allir að vera að tala um sama hlutinn.

Forræði er hluti af því að búa í samfélagi. Og grensan er síbreytilegt, en ekki er hægt að átta því á því, eða ræða hvar hún á að liggja þegar forræðisaðfarir ríkisins eru alltaf á flakki í dularbúningum.

Bestu kv.

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: