þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Góða kvöldið

Hvað er með Ísland og bankarán?

Það væri alveg skoðandi að setja upp sérstaka rannsóknarstofnun til þess að skoða menn sem dettur í hug að fremja bankarán á Íslandi.

Og meiri bavíana en þessa frá því í morgun er vart að hugsa sér. Úr bankaráni, beint í andlitshreinsun. Þetta hlýtur að kallast að vera gripinn í bólinu. Sé fyrir mér svipinn á greyjið snyrtinum þegar löggann ruddist inn og greip kúnnan hennar glóðvolgann með agúrkuna í andlitinu.

Ég myndi gefa margt til þess að komast í pappírana þar sem þeir skipulögðu ránið.

Það sem hins vegar er fallegt við þetta að svona er efniviður í íslenska biómynd sem gæti slegið í gegn í útlöndum, svona svoldið sætt - eins og Björk. Álfur rænir banka.

Góðar stundir

Þorleifur
Berlín

Engin ummæli: