þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Góða kvöldið

Fór í apótek í kvöld og keypti mér vítamín.

Ekki nóg með það, ég keypti mér rándýr, sérsniðin, karlmannavítamín.

Þetta er lausnin við eftirfarandi:

Stressi
Svefnleysi
Vondu mataræði
kaffidrykkju og
Reykingum.

Og ég tók fyrsta skammtinn áðan og mér líður miklu miklu betur. Borðaði hvítborna pitzu með góðri samvisku, drekk nú kaffi og reyki og finn ekki fyrir því!

Þetta er svona svipað og raunveruleikasjónvarp. Þar sem hægt er að fá mikið, komast langt, án þess að gera, geta eða kunna nokkurn skapaðan hlut. Í raunveruleikasjónvarpinu er í raun bara með því að mæta.

Svona er nútíminn frábær. Engin fyrirhöfn. Ein pilla með öllu einu sinni á dag.

Nú er bara spurning. Á maður ekki að segja upp líkamsræktarkortinu?

Þorleifur

1 ummæli:

Unknown sagði...

hæ bró.... hvað segist?? býst ekki við að heyra frá þér fyrr en frumsýning er búin og þú búin að sofa í nokkra klukkutíma í einni lotu:) finnst eins og það veiti ekki af. Vona að frumsýning gangi vel. hvenær má búast við þér aftur hér heima? væri gaman að sjá þitt fés. Ég reyni að vera sem minnst á Bifröst þar sem að allur þessi snjór dregur ú mér alla krafta:) annars er bara lífið ljúft... væri gaman að heyra í þér... er komin með tölvuna mína aftur þannig það er spurning um að henda aftur upp skype.. koss og knús á þig