sunnudagur, september 11, 2005

Góða kveldið

Þorleifur reportar frá Berlín.

Hér er allt á suðupunkti vegna yfirvofandi kosninga, savedbythebell kanslarinn virðist ætla að halda það út einu sinni enn Berlínarbúar finnst ekki mikið til þessarra kosninga koma, enda eru þeir þekktir fyrir anarkíst eðli og þá sérstaklega núna þegar margir hér upplifa að stjórnvöld hafi brugðist.

En hvert er valið?

Valið stendur í raun á milli meira af sama og þýsku útgáfunnar af Thatcher. Frú Merkel vill hér aukna einkavæðingu, minni miðstýringu og færri reglugerðir. Vissulega er hægt að taka undir með henni og segja að það sé margt til í því að þýskt efnahagslíf sé að kikna undan reglugerðafargani en staðreyndin er samt sem áður sú að hér er ennþá að finna eitt sterkasta velferðarkerfi í heimi og að hætta því svo að fyrirtækin hafi það betra er erfitt að sætta sig við.

Það þarf alltaf að skoða kerfi (eins og til dæmis velferðarkerfi) í samhengi við tímann og hvernig því gengur að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum en menn ættu að fara sér hægt í því að breyta kerfum sem það tók mannsaldra að koma á með tilheyrandi mannfórnum og barningi.

En það verður spennandi að sjá hvernig fer og svo í kjölfarið hvernig þetta lítur sov út í kjölfar kosninga.

Af sjálfum mér er það að frétta að skólinn hefst á morgun. ég tók reyndar forskot á sæluna og bauð bekkjarsystkynum mínum í mat á föstudaginn. Eldaði rammíslenska fiskisúpu sem ég dauð samviskusamlega í 30 klukkutímaog bragðaðist hún eftir því, það er vel.

Þetta var frábært kvöld og ég er ekki frá því að þetta verði skemmtilegur bekkur að vera í og spennandi fólk að kynnast.

Fyrsta verkefnið er að vinna með arkítektanemum frá Hamborg í því að dokumentra opin svæði með vidoemyndavélum og eitthvað. Reyndar vitum við fátt um þetta annað en það að vinnan hefst klukkan 11 í fyrramálið og stendur fram til 22 annað kvöld. Og mun gera það sem eftir lifir vikunnar!

Þetta er ekki skóla fyrir letingja.


Svo sat ég í gær með Davíð nokkrum sem hér er að læra heimspeki og rædum við alt milli himins og jarðar. Þessi fögnuður átti þó heldur snubbóttan endi þegar ég var að segja honum sögu af Gunnari Eyjólfssyni þegar einhver nágranninn öskraði á okkur að þegja. En eftir stendur að þetta var skemmtilegt og fróðlegt kvöld.

Jæja, best að koma sér í háttinn og vera nokkuð í lagi á morgun.

Góðar stundir.

Þorleifur

Engin ummæli: